Hvað er hægt að gera við bólóttri húð?

Það getur verið erfitt að eiga við bólótta húð og bólur í andliti geta haft virkileg áhrif á sjálfstraust fólks. Bólumyndun er ekki aðeins bundin við ákveðinn aldur, þó að það sé lang algengast að fólk fái bólur á unglingsaldri sem að hverfa svo, en það er alls ekki þannig fyrir alla. Bólur geta myndast vegna ójafnvægi í hormónum, stressi, álagi á húðinni og svo framvegis.

En hvað er hægt að gera ef maður er með bólótta húð?

Mikilvægt er að hreinsa húðina reglulega án þess að þurrka hana upp. En ef húðin þurrkast upp getur það framkallað öfug áhrif og fitukirtlarnir byrja þá að framleiða enn meiri fitu sem getur þá leitt til þess að fleiri bólur myndast. Þá er mikilvægt að nota réttar húðvörur sem að hjálpa við að losna við bólurnar og myndun þeirra. Hins vegar er sérlega mikilvægt að passa að veita húðinni raka líka, þó maður sé með bólótta húð.

Það getur verið gott að nota andlitsskrúbb (e. exfoliator) reglulega sem að fjarlægir dauðar húðfrumur og óhreinindi og kemur í veg fyrir að húðin stíflist. Það getur hjálpað til að nota andlitskrem sem innihalda benzoyl peroxid en það hefur bakteríudrepandi áhrif. Hreinsar og krem sem að innihalda tea tree olíu eru einnig góðar fyrir bólótta húð og hjálpa við að halda húðinni hreinni. Nauðsynlegt er að nota rakakrem og húðvörur sem eru rakagefandi. Best er að fara varlega og vera mjúkhentur þar sem að húðin getur verið viðkvæm.

Heilsusamlegur lífsstíll getur einnig hjálpað til, þá að drekka mikið vatn, borða hollt og hreyfa sig reglulega. Eitt það allra mikilvægasta er einnig að passa að kroppa ekki í bólurnar eða kreista þær á röngum tíma, en það getur myndað ör í húðinni. Einnig er mikilvægt að grípa inn í sem fyrst eftir að bólumyndun hefst.

Hvaða vörur er hægt að nota til að laga bólótta húð?

Hér að neðan eru tíu húðvörur sem geta hjálpað til við að laga bólótta húð!

Glamglow Supermud

Fyrir og eftir notkun Supermud

Supermud er háþróuð formúla sem hreinsar húðina og vinnur á vandamálum eins og bólum og stífluðum húðholum og hentar því einstaklega vel fyrir þá með bólótta húð. Formúlan viðheldur rakanum í húðinni og inniheldur meðal annars AHA ávaxtasýrur og BHA sýrur þannig notkunin gefur hraðar niðurstöður. Einnig er í formúlunni glýkól og salisýlsýra sem virkar vel á bólur.

Supermud kemur í 3 stærðum

Skyn Iceland Glacial Face Wash

Glacial Face Wash getur virkað vel fyrir bólótta húð. En þetta er freyðandi hreinsir sem að djúphreinsar húðina en dregur ekki úr raka hennar. Í hreinsinum er íslenskt jökulvatn og næringarefni. Þetta er mildur hreinsir og hentar því að nota hann daglega fyrir bólótta og feita húð.

Skyn Iceland – Glacial Face Wash

Rå OIils Acne Therapy

Ance Therapy olían hefur verið sérstaklega umtöluð að virka vel við að koma bólóttri húð í jafnvægi. Formúlan inniheldur 100% hreinar olíur sem meðhöndla og koma í veg fyrir bólur. Einnig dregur formúlan úr roða og bólgum, gefur raka og næringu og dregur úr örum. Formúlan sléttir yfirborð húðarinnar og jafnar húðlit – hljómar eins og hin fullkomna blanda til að laga bólótta húð!

Fyrir og eftir notkun Acne Therapy

Rå Oils Clear Skin Cleanser

Clear Skin hreinsirinn frá Rå Oils nærir og djúphreinsar húðina og hentar sérstaklega fyrir bólótta húð, eða blandaða húð sem á það til að fá bólur. Hreinsinn má nota á augun en mælt er með að prufa hann fyrst á lítið svæði.

Acne Therapy og Clear Skin Cleanser koma í 2 stærðum

Elite Model Accessories Blackhead Remover

Elite Model Accessories Blackhead Remover hefur verið mjög vinsæll hjá okkur. En hann getur hjálpað til við að fjarlægja fílapensla hratt og örugglega. Þá skal fara varlega við notkun pennans svo að hann raski ekki húðinni. Penninn er þæginlegur í notkun og mjúkur á húðinni.

Elite models accessories – Blackhead remover

Iroha Nature Detox Kolamaski

Það getur hjálpað mikið til að nota maska reglulega. En Irona Nature Detox kolamaskinn hjálpar til við að afeitra húðina og hreinsa hana, gefa henni raka, róa og mýkja. Kolin draga í sig bakteríur og óhreinindi og hjálpa þannig til við að minnka bólur og fílapensla. Einnig inniheldur maskinn grænt te sem er bólgueyðandi.

Iroha Nature – Detox Black Tissue Mask

L’Oréal Pure Clay Blemish Rescue Mask

Blemish Rescue Maskinn frá L‘Oréal djúphreinsar húðina með því að opna og hreinsa úr fílapenslum án þess að þurrka húðina. Maskinn hefur kremaða áferð og vinnur sig djúpt inn í húðina og hreinsar úr fílapenslum og bólum. Húðin verður hrein og falleg. Þennan maska er gott að eiga upp í skáp fyrir þá sem að fá bólur reglulega til að nota og halda húðinni í jafnvægi.

L‘Oréal Paris – Pure Clay Blemish Rescue Mask

Origins Super Spot Remover Acne Treatment Gel

Super Spot Remover gelið frá Origins er sérstaklega hannað sem meðferð fyrir bólur og óhreinindi. Gelið þurrkar upp og sótthreinsar bólur og dregur úr öramyndun með saliclicsýru. Gott er að setja gelið á þegar að bóla byrjar að myndast 1-3x á dag og hjálpar það mikið við að halda henni í skefjum. Innihaldsefnin gera það einnig að verkum að húðin endurnýjast og lagfærist. Gelið kælir og róar húðina.

Origins – Super Spot Remover – Acne Treatment Gel

Mádara Ultra Purifying Mud Mask

MÁDARA Ultra Purifying MUD maskinn djúphreinsar húðina, dregur í sig umfram olíu og minnkar bólur. Leðjan bindur eiturefni og þungmálma sem safnast hafa á húðinni og útrýmir þeim. Maskinn minnkar bólur og fílapensla en gefur húðinni einnig raka.

Mádara – Ultra Purifying Mud Mask

Hér að ofan er mælt með húðvörum sem innihalda virk efni sem geta lagað bólótta húð og komið í veg fyrir frekari bólumyndun. Alltaf skal fara varlega í notkun húðvara með virkum efnum, sérstaklega í byrjun.

Hafa skal í huga að stundum getur ástand húðarinnar verið þannig að leita skal til húðlæknis, þar sem það getur verið nauðsynlegt að fá uppáskrifaðar húðvörur eða lyf, til að minnka bólumyndun húðarinnar.

Margrét Magnúsdóttir er hár- og förðunarfræðingur, sem flutti til Íslands fyrir ári síðan eftir að hafa starfað í London í 6 ár. Margrét hefur starfað við allskonar skemmtileg verkefni eins t.d. og Vogue Online, Will.I.Am tónlistarmyndband, Topshop, BBC, tímarit og bíómyndir. Margrét er einnig eftirsótt í brúðkaupsfarðarnir en hún ferðast reglulega erlendis til þess að farða fyrir brúðkaup. Margrét hefur mikinn áhuga á húðumhirðu, hári, förðun og fallegum hlutum.

Hægt er að fylgjast með Margéti hér ♥:

Heimasíða : www.margretmagnus.com
Instagram: www.instagram.com/margretmagnus
Snapchat: @margretmagnus

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt.