Hugmyndir að fermingargreiðslum og Stylista

Fermingardagurinn er skemmtilegur dagur og tækifæri fyrir fermingarstelpur til þess að hafa fallega greiðslu í hárinu og jafnvel að mála sig aðeins. Í ljósi þess að fermingar eru á næsta leiti eru hér nokkrar hugmyndir að fermingargreiðslum. Fermingargreiðslurnar eru allar auðveldar í framkvæmd og svo mætti auðvitað bæta við aukahlutum í hárið, eins og t.d. blómum.

Ný hárvörulína frá L‘Oréal Paris er komin til landsins sem ég er mjög spennt yfir. Hún heitir Stylista og inniheldur átta sílíkon fríar mótunarvörur fyrir hárið. Ég notaði hárvörurnar í fermingargreiðslurnar og var mjög hrifin af þeim. Þær ilma allar ótrúlega vel og virka vel í hárið, ekki er verra að vörurnar kosta aðeins 1.490 kr.
**Ég sýni hárvörurnar betur inn á Beautybox.is Snapchattinu í dag**

Slegið hár með krullum

Sumar fermingarstelpur vilja hafa hárið slegið á fermingardaginn og þá er fallegt að krulla hárið til þess að gefa því aukna þykkingu og gljáa. Ég byrjaði á að nota L‘Oréal Stylista – #curls krullu vökvann í allt hárið. En hann hjálpar við að móta krullurnar og gefa þeim fallegan glansa án þess að þyngja hárið, en þessi fara er sérstaklega góð í náttúrulega krullað hár. Ég krullaði svo hárið með sléttujárni.  Eftir á notaði ég L‘Oréal Stylista – #bighair hárspreyið yfir allt hárið – það er ótrúlega góð og fersk lykt af því með vanillukeim!

Tagl með snúningum

Næstu greiðslu hugsaði ég fyrir töffara-týpurnar sem vilja vera aðeins öðruvísi með tagl á fermingardaginn. Ég byrjaði á að setja L‘Oréal Stylista – #sleek hár serumið í allt hárið en það gefur hitavörn og glansa. Ég setti liði í hárið með sléttujárni og tók síðan lokka af hári sitthvoru megin við andlitið og sameinaði þá með litlum gúmmíteygjum, en ég snéri þeim svo niður sem að framkallar fallegt mynstur. Ég gerði fimm þannig lokka og endaði á að taka hárið saman.

Uppsett hár

Ef til vill vilja einhverjar fermingarstelpur hafa hárið í uppsettri greiðslu, enda er það alltaf mjög hátíðlegt og upplagt að bæta litlum blómum í uppgreiðsluna. Hér krullaði ég hárið fyrst og gerði snúninga á efstu lokkana og setti svo allt hárið upp í lausan snúð við hnakkann. Ég notaði L‘Oréal Stylista – #shorthair vaxið til þess að forma hárin við andlitið og notaði L‘Oréal Stylista – #bun gel spreyið fyrir hárið í snúðinum, en það er þykkingarsprey sem inniheldur örfínar micro agnir sem búa til fyllingu í hárið og því fullkomið til að nota í uppgreiðslur. Ég spreyjaði svo vel af L‘Oréal Stylista – #bighair hárspreyinu yfir greiðsluna svo hún haldist allan daginn.

Hálf-uppsett með fléttu

Fléttur hafa verið og eru ótrúlega vinsælar í hárið. Ég taldi því upplagt að koma með nokkrar hugmyndir að fermingargreiðslum með fléttum.  Fyrir þessa greiðslu byrjaði ég á að setja L‘Oréal Stylista – #sleek hár serumið í hárið fyrir hitavörn og til þess að gefa hárinu glansa. Næst krullaði ég hárið létt með sléttujárni. Ég tók þrjá lokka sitthvoru megin við andlitið og snéri vel upp á þá og sameinaði þá á þremur stöðum. Næst tók ég um helming hársins og setti L‘Oréal Stylista – #braids fléttumjólkina í það áður en ég fléttaði venjulega fléttu, sem ég svo togaði út til þess að stækka. Fléttumjólkinni er ætlað að gefa betra grip og halda glansandi áferð fléttunnar lengur.

„Messy“ Elsu flétta

Fyrst spreyjaði ég L‘Oréal Stylista – #beachwaves saltvantsspreyinu í allt hárið til að fá fram messy og líflega áferð í bylgjurnar í hárinu. Ég skipti svo hárinu lárétt í helming og fléttaði neðri hlutann í fiskifléttu sem ég togaði svo út til þess að stækka. Næst tók ég lokka úr efri part hársins, snéri þeim upp og setti inn í fléttuna á mismunandi hátt til þess að skapa messy útlit. L‘Oréal Stylista – #bighair hárspreyinu spreyjaði ég svo yfir allt hárið.

Stór uppsett flétta

Næsta flétta er stílhreinni og tekur allt hárið hærra upp á höfuðið. En ég byrjaði á því að setja L‘Oréal Stylista – #blowdry kremið í allt hárið og blés létt yfir það. En kremið gefur hitavörn og lætur hárið haldast allan daginn. Síðan byrjaði ég að setja fléttuna í og notaði L‘Oréal Stylista – #braids fléttumjólkina í allt hárið til þess að hjálpa við að búa til fléttuna og láta hana líta fallegri út.  Ég togaði síðan hárin vel út til þess að stækka fléttuna og notaði svo L‘Oréal Stylista – #sleek hár serumið eftir á til þess að gefa enn meiri glansa í fléttuna.

Hár: Margrét Magnúsdóttir
Módel: Sigrún Ásta Halldórsdóttir

Margrét Magnúsdóttir er hár- og förðunarfræðingur, og er nýflutt til Íslands eftir að hafa starfað í London í 6 ár. Margrét hefur starfað við allskonar skemmtileg verkefni eins t.d. og Vogue Online, Will.I.Am tónlistarmyndband, Topshop, BBC, tímarit og bíómyndir. Margrét er einnig eftirsótt í brúðkaupsfarðarnir en hún ferðast reglulega erlendis til þess að farða fyrir brúðkaup. Margrét hefur mikinn áhuga á húðumhirðu, hári, förðun og fallegum hlutum.

Hægt er að fylgjast með Margéti hér ♥:

Heimasíða : www.margretmagnus.com
Instagram: www.instagram.com/margretmagnus
Snapchat: @margretmagnus

 

L'Oréal Stylista

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt.