Hitavörn: eitt mikilvægasta skrefið í hárumhirðu.

Við höldum áfram að fara yfir vörurnar sem að voru í #bakviðtjöldin Beautyboxinu en eins og þið vitið þá völdum við allar vörurnar út frá þeim eiginleikum að vera ákveðnar undirbúnings vörur eða vörur sem við vildum dreifa boðskap út frá. L‘oréal Stylista #sleek serumið var einmitt valið út af því að við vildum deila boðskapnum um hvað það er mikilvægt að hitaverja á sér hárið. En ásamt því er #sleek líka æðisleg hármótunarvara.

En af hverju er svona mikilægt að nota hitavörn fyrir hárið? Auðvelda útskýringin er auðvitað sú að alveg eins og við viljum vernda húðina okkar fyrir of miklum hita þá viljum við vernda hárið okkar. Hárið okkar er búið til úr keratíni (próteini) ásamt vatni og fitu og þó svo að hárið okkar þoli mun meiri hita en húðin okkar þá er hitinn á hitamótunartækjum oft mjög hár og mikilvægt er að vernda hárið fyrir hitanum.

Hiti getur skaðað hárið á nokkra hætti. Ef engin hitavörn er notuð er líklegra að hárið okkar verði flatt og líflaust og á það frekar til að brotna. Ef þú ert með litað hár er mjög mikilvægt að nota hitavörn til þess að hitinn breyti ekki litnum á hárinu. Aflitað hár verður t.d. fyrr gult ef að það er hitamótað en ekki verndað – en einnig er það líklegra til að skemmast.

Hitavarnir eru mjög rakagefandi og læsa þær hitanum inn í hárinu og setja filmu yfir það sem að verndar hárið frá hitanum. Á flestum hitavörnum stendur hvað þær verja hárið fyrir miklum hita en verndar #sleek hitavörnin hárið fyrir allt að 230° hita.

L‘Oréal Stylista #sleek verndar hárið þitt fyrir allt að 230° hita og gefur því raka í allt að 24 tíma ásamt því að það gefur því slétt og glansandi útlit. Formúlan inniheldur Acaí extraxt er stútfullt af próteini, ómega fitusýrum og vítamínum en það merkilegasta við hitavörnina  er að hún er sílikon laus og ótrúlega mjúk án þess að vera feit. Þar af leiðandi gefur hún hárinu ótrúlega góðan raka án þess að þyngja það eða fita það.

Serumið er einnig frábært til að fullkomna hárgreiðsluna og er því hægt að nota það fyrir og eftir blásturinn eins og hún Ingunn Sig sýnir okkur hér á um 6 mínútu.

#sleek hentar öllum hárgerðum.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt.