Heimadekur

Það er fátt annað að gera þessa dagana nema hafa það kósí, hugsa vel um sig og reyna að njóta. Fyrir okkur eru snyrtivörur ekki eitthvað sem við notum til að laga eða fela, heldur til þess að dekra við okkur og leggja áherslu á það fallega sem er nú þegar í okkar fari. Að setja á sig maska, fara í góða sturtu og skrúbba húðina og setja á hana gott rakakrem er sjálfsdekur að bestu gerð.

Ef þig vantar aðstoð við að velja réttu vörurnar fyrir þig, ekki hika við að senda okkur skilaboð. Það gerir þú með því að smella á svarta Facebook hnappinn neðst á síðunni :). Við minnum líka á að hægt að biðja um prufur af vörum í greiðsluferlinu sem er til dæmis hægt að nýta sér ef þú ert að prófa vörur í fyrsta skipti og vilt prófa hana 1x áður en þú opnar vöruna.

Maskar

Góðir maskar eru alltaf klassík leið til að dekra við sig. Hér höfum við tekið saman nokkra frábæra og skemmtilega maska.

Augabrúnirnar

Fallegar augabrúnir ramma inn andlitið. Að gera augabrúnirnar heima er ekki eins flókið og margir halda. Þú færð allt hjá okkur til að gera augabrúnirnar heima.

Vetrarkrem

Vetrarkrem eru krem sem hjálpa okkur að vernda húðina fyrir kuldanum og eru sérstaklega góð fyrir fólk sem stundar mikla útivist, hvort sem það eru sóttkvíargöngutúrar eða skemmtileg skíðaferð.

Eftirfarandi krem eru einstaklega góð vetrarkrem en þau vernda húðina einstaklega vel gegn kulda með því að búa til verndarhjúp yfir húðina. Þau eru tilvalin til að nota dagsdaglega eða bera sérstaklega á húðina áður þú stundar útivist.

Varirnar

Varirnar okkar verða viðkvæmari í kuldanum. Við mælum með að skrúbba þær reglulega þó það sé ekki nema með blautum þvottapoka og næra þær með góðum varasalva.

Baðið

Það má ekki gleyma líkamanum sem þarfnast extra raka og athygli á veturna. Góð sturta eða bað með líkamsskrúbb og ilmandi líkamskrem eru dekur að bestu gerð.

Algjört heimaspa

Allt sem þú þarft til að ná snyrtistofu árangri heima.

Handa og fótaumhirða

Allt til þess að halda höndum og fótum fínum og fallegum. Ef einangrun eða sóttkví er ekki tilvalinn tími til þess að nota Baby Foot meðferðina þá vitum við ekki hvenær sá tími er 🙂

Hárvörur

Ilmandi fínar hárvörur og vítamín sem virka. Við mælum sérstaklega með hármöskum yfir vetrartímann til þess að halda rakanum í hárinu.

Zoom fundurinn

Lituð dagkrem, hyljari, kinnalitur og jafnvel smá gloss gera ótrúlega mikið 😉

Það er ekkert að því að vinna heima uppi í rúmi, sérstaklega eins og staðan er í dag þá má allt – og við höfum 100% tekið nokkra svoleiðis daga síðustu 2 árin!

En við lítum samt upp til eldri kvenna sem gera sig alltaf til fyrir daginn þrátt fyrir að eyða honum kannski mest heima hjá sér. Það er eitthvað við það að byrja daginn á því að gera sig smá til sem gerir daginn aðeins betri og jafnvel afkastameiri. Þá erum við líka tilbúin í Zoom fund ef við erum kölluð til með stuttum fyrirvara 🙂