Hátíðar Beautyboxið

Við erum svo ótrúlega stolt af nýjasta Beautyboxinu okkar sem er með hátíðar og gull þema. Fyrsta Beautyboxið okkar kom út í desember í fyrra og við gætum ekki verið þakklátari fyrir viðtökurnar frá ykkur. Að búa til vöru eins og Beautyboxið þar sem við hvetjum ykkur til þess að dekra við ykkur sjálfar er ótrúlega gaman.

Vörurnar í Hátíðar Beautyboxinu völdum við sérstaklega sem jóla og áramóta dekur en þær eru til þess að fullkomna jóla lookið og dekrið. Hér á eftir koma betri upplýsingar og notkunarleiðbeiningar með vörunum.

Rå OIls Olía

10ml lúxusprufa

Í fyrsta skiptið var hægt að velja hvernig box þið vilduð eftir húðtegund.  Rå Oils olíurnar hafa slegið í gegn hjá okkur þegar við fengum þau í Hátíðar Beautyboxið vildum við að þið gætuð valið réttu olíuna fyrir ykkur. Þar af leiðandi var forsalan 2 vikur en ekki eina eins og vanalega svo allir gætu valið það sem þeir vildu og við hefðum nægan tíma til þess að pakka í boxin.

Rå Oils er íslenskt merki og eru allar olíurnar handblandaðar úr 100% olíum. Olíurnar skal nota kvölds og morgna eftir að förðun hefur verið þrifin af og andlitið hreinsað. Best er að bera olíur á raka húðina svo þær dragi sig fljótar inn í hana. Ef að þið notið serum þá skal setja það fyrst á undan olíunni.

Eternal Radiance olían hentar allri húð og bætir hún teygjanleika húðarinnar, gefur henni raka, nærir og dregur úr fínum línum og hrukkum. Einnig bætir hún blóðrásina og gefur húðinni heilbrigðan ljóma.

Acne Therapy olían er söluhæsta varan okkar í dag en miðað við umsagnirnar er  hún er sannkölluð kraftaverka olía sem  meðhöndlar og kemur í veg fyrir unglingabólur (acne). Hún dregur úr roða, bólgum og örum og hjálpar við að jafna húðlit og slétta yfirborð húðarinnar ásamt því að gefa henni heilbrigðan ljóma.

Skin Rescue olían er svo fyrir þær sem að berjast við þurra, pirraða og flagnandi húð. Olían róar húðina, gefur henni raka, læknar og nærir. Hún minnkar roða og rauð för og ör og gefur henni heilbrigðan ljóma. Skin Rescue hefur einnig reynst  skilvirk meðhöndlun á exemi og minnkað einkenni psoriasis.

Við dýrkum það þegar að þið skiljið eftir umsagnir við vörurnar okkar og þar af leiðandi viljum við koma einni umsögn á framfæri og það er það að olíurnar geta litað smá í koddaverið. Því mælum við með því að setja þær á andlitið örlítið áður en þið farið upp í rúm til þess að þær nái að draga sig inn í húðina. Einnig er ágætt að nota dökkt koddaver – þær eru svo sannarlega þess virði.

Revolution Flawless Palletta

Revolution er breskt merki sem er frekar nýtt og óþekkt hér á landi en er aftur á móti rosalega vel þekkt í Bretlandi. Revolution er 28 ára gamalt og er byltingarkennt að því leiti að þau framleiða vörur hraðar en nokkuð annað merki í heiminum, og á mjög viðráðanlegu verði. Mottóið þeirra er líka að vörurnar þeirra henti öllum sama hvaða kynþætti, kyni, aldri, verði og stað – allir ættu að geta notið þess að farða sig.

Merkið prufar ekki á dýrum og eru flestar vörurnar þeirra vegan og þar á meðal allar augnskugga palletturnar þeirra sem við erum með í sölu. Við völdum Revolution Flawless pallettuna sérstaklega í boxið því að hún inniheldur 32 fallega liti sem eru mix af náttúrulegum og aðeins litsterkari litum, bæði möttum og shimmer sem að okkur þykir henta öllum.

Litirnir eru ekki of litsterkir og henta þeir því öllum og líka þeim sem sem að eru aðeins óöruggari að mála sig, því hægt er að gera létta förðun en auðvelt er að byggja þá upp og blanda.

St. Tropez Instant Tan Finishing Gloss

30ml lúxusprufa

Þetta er örugglega sú vara í boxinu sem að flestir vita ekki alveg hvað á að gera við. En við vonum að hún sé sú vara sem að kemur ykkur mest á óvart.

Finishing Gloss er ekki beint brúnku krem því að það er tímabundið og þvæst af í sturtunni og er því tilvalið til þess að nota á leggina, bringuna og hendurnar við fínt tilefni. Við eigum það flest sameiginlegt að verða smá föl yfir veturinn og þar af leiðandi er Finishing Glossinn fullkominn til þess að breyta aðeins til og gefa okkur fallega glóð fyrir jólaboðin.

Hægt er að nota Finishing Gloss beint á húðina eða yfir brúnkukrem ef þið notið þau. Það er líka mjög fallegt að bera extra lag af glossinum á viðbeinin og bringuna til þess að draga fram fallegu línurnar þar. Best er að bera Finishing Gloss á með hanska frá St. Tropez en ef þið berið hana á með höndunum munið bara að þvo þær vel eftir á með sápu. Leyfið formúlunni að þorna á húðinni áður en þið klæðið ykkur og farið smá varlega ef að þið eruð í skjanna hvítri skyrtu 😊

Iroha Nature – Divine Gull krem peel off maski

Iroha Nature er ítalskt merki sem að sérhæfir sig í möskum sem innihalda hágæða innihaldsefni, náttúruleg serum og eru laus við paraben. Devine línan frá Iroha er ný og æðisleg og inniheldur hún bæði gull og silfur krem maska, sheet maska og augnmaska. Við höldum mikið upp á maska því að okkur finnst dásamlegt að dekra við okkur með góðri maska stund. Maskinn inniheldur virk efni sem að auka þéttleika og mýkja húðina. Hann dregur úr sýnilegum húðholum og hreinsar húðina.

Maskinn endist í 3-4 skipti og mælum við með því að nota hann 1x í viku. Berið maskann á þurra og hreina húðina og forðist augu og augabrúnir. Látið hann þorna í 15-20 mínútur og dragið hann svo af andlitinu upp á við.

OPI – Start to Finish

3,5 gr lúxusprufa

Við flestar elskum að hafa fallegar og snyrtilegar neglur. En við skiljum það best af öllum að horfa á naglalakk þorna getur verið leiðinlegt og það er enn verra þegar það endist ekki meira en í 2 daga og maður þarf að endurtaka leikinn.

En það sem að við margar klikkum á er að nota gott yfir og undir lakk. Já það er nefnilega alveg mjög mikilvægt. Alveg eins og við berum rakakrem á húðina fyrir farðann þá er líka mikilvægt að nota yfir og undir lakk fyrir neglurnar.

Start to Finish gerir einmitt það. Það undirbýr og setur varnar filmu yfir neglurnar áður en þú berð á þig uppáhalds litinn þinn. En það er einnig yfir lakk sem heldur naglalakkinu betur á nöglunum, gefur þeim glans og verndar þær. Ekki að það sé allt nóg, heldur er einnig styrking í lakkinu sem að hjálpar þeim að vaxa og dafna. Formúlan inniheldur ekki formalehyde.

Lindor Lindt Súkkulaði kúla

Jú í öllum boxunum okkar er líka súkkulaði því hvað er betra en dekur stund og súkkulaði 😊 í Hátíðar boxinu var karamellu súkkulaðikúla frá Lindt sem gjörsamlega bráðnar í munninum.

Takk fyrir að dekra við þig með Hátíðar Beautyboxinu okkar 😊 við erum strax komin með þema fyrir næsta box og okkur hlakkar ekkert smá til að deila því með ykkur.

Allar vörurnar í boxinu eru á 10% afslætti hjá okkur þar til 1. Mars 2019 eða þar til næsta box kemur út með kóðanum Beautybox_hatid !!

Vörurnar í Boxinu

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *