Glamglow maskarnir – hvaða maski hentar þér best?

Glamglow maskarnir hafa heldur betur slegið í gegn enda hágæða vörur sem að skila árangri strax. 

Glamglow varð til í Hollywood þegar að hjónin Shannon og Glenn Dellimore veltu því fyrir sér hvort það væri hægt að búa til snyrtivörur sem að gera húðina tilbúna fyrir myndatökur á nokkrum mínútum. Upprunnalega gáfu þau og seldu vinum sínum vörurnar til þess að nota baksviðs í Hollywood bíómyndum, verðlaunahátíðum og tískuviðburðum. Fljótlega fréttist hvað vörurnar virkuðu vel og aðeins ári síðar mátti finna þær í öllum flottustu snyrtivörubúðunum.

Við fáum reglulega spurningar um hvaða maski henti þér best enda hafa maskarnir allir sitthvora virknina. Því ákváðum við að skella í smá blogg til að útskýra virkni hvers og eins betur svo að auðveldara sé fyrir ykkur að bera þá saman.

Prufur af GlamGlow möskunum voru í Sumar Beautyboxinu okkar og eru því allir maskarnir i öllum stærðum á 10% afslætti með kóðanum BEAUTYBOX_SUMAR út ágúst!

SUPERMUD

Supermud maskinn er örugglega sá maski sem að flestir hafa heyrt um enda hefur hann hjálpað ótrúlega mörgum með vandamála húð. Maskinn er bæði vinsæll hjá stelpum og strákum enda ásamt því að minnka húðholur og hreinsa húðina þá er hann einnig mjög góður við inngrónum hárum. Maskinn inniheldur líka AHA og BHA ávaxtasýrur sem að gefa ótrúlega hraðar niðurstöður. 

Hentar best: Vandamála húð

Eiginleikar: Hreinsun, bólur, minnkar húðholur, inngróin hár og rak bólur.

Notkunarleiðbeiningar: Berið þunnt lag á húðina og bíðið í 5-20 mínútur. Hreinsið maskann af með vatni. Notist eftir þörfum.

GRAVITYMUD

Gravitymud maskinn hefur einnig verið rosalega vinsæll enda er sjáanlegur munur fyrir og eftir notkun. Maskinn er svokallaður „peel-off“ maski sem að þornar á húðinni og er tekinn af henni með því toga hann af húðinni. Maskinn losnar auðveldlega og og rífur alls ekki í húðina. Formúlan er hvít en breytist í silfurlitaða formúlu þegar hún þornar – fullkomið í eina instagram mynd!

Hentar best: Grófri húð, virkar á allar húðtýpur en hentar mjög vel þroskaðri húð.

Eiginleikar. Lyftir, þéttir, styrkir, mótar og birtir.

Notkunarleiðbeiningar: Berið ríkulegt magn af formúlunni áhreint andlitið með bursta, forðist augnsvæði og hárlínu. Bíðið í 20-30 mínútur og togið af. Hreinsið svo andlitið með volgu vatni.

YOUTHMUD

Youthmud var upphaflega hannaður sem einskonar andlitsupplyfting í krukku til þess að nota baksviðs í Hollywood þegar að stjörnurnar þurftu að ná húðinni í sitt besta ástand með fljótlegum og einföldum hætti. Maskinn hreinsar húðina og skilur hana eftir silkimjúka, bjarta og geislandi. Árangurinn sést strax og hentar hann bæði konum og körlum. 

Hentar best: Grófri húð, virkar á allar húðtýpur en hentar mjög vel þroskaðri húð.

Eignleikar: Anti-ageing, fínar línur, sléttir, birtir og gefur ljóma.

Notkunarleiðbeiningar: Berið þunnt lag yfir hreint andlit og bíðið í 10 mínútur. Skolið af með vatni og nuddið í hringlag hreyfingar til að skrúbba húðina. Notist tvisvar í viku eða eftir þörfum.

FLASHMUD

Flashmud er okkar go-to maski þegar að við viljum gefa húðinni extra ljóma því að hann vinnur í því að draga fram ljóma og birtu í húðinni svo hún geisli af heilbrigði. Maskinn er fjölskynjunarmeðferð og hentar einstaglega vel þeim sem að eru með þreytta, ójafna og mislita húð.

Hentar best: Þreyttri, ójafnri og mislitri húð.

Eiginleikar: Geislandi húð, jöfnun húðar, ljómi, birta og lagfæring.

Notkunarleiðbeiningar: Berið á hreint andlitið með hringlaga hreyfingum, bíðið í 15-20 mínútur og skolið af með vatni. Við mælum með því að nota sólarvörn eftir að maskinn er notaður. Notist 2-3 sinnum í viku.

THIRSTYMUD

Thirstymud er svokölluð rakabomba sem að hentar bæði konum og körlum og veitir sjáanlegan árangur strax. Maskinn er silkimjúkur og ilmar af kókoshnetum. Maskinn inniheldur hyaluronic og sítrónusýrur sem að gefa húðinni rakaboost og læsa rakann inn í húðinni. Hann er hægt að nota í nokkrar mínútur eða sofa með hann og fá þannig dýpri meðferð. Við mælum þó með að byrja varlega, sérstaklega ef þú ert með viðkvæma húð því að maskinn er mjög virkur.

Hentar best: Þurri húð

Eiginleikar: Rakagefandi, nærir, endurheimtar, bætir og róar.

Notkunarleiðbeiningar: Notist 2-3 í viku eða eftir þörfum. Berið þunnt, jafnt lag á hreint andlitið og hálsinn. Maskann má nota bæði sem næturmaska og þá er hann látinn vera á yfir nóttina, eða sem rakabombu yfir daginn og þá er hann látinn vera á húðinni í 10-20 mínútur.

POWERMUD

Powermud maskinn er hreinsimaski sem að hentar betur þeim sem eru með viðkvæma húð. Maskinn er fyrstur sinnar tegundar þar sem hann inniheldur leðju og olíu fyrir milda en djúphreinsandi meðferð við uppsöfnuðum óhreinindum, á sama tíma og hann nærir húðina.

Hentar best: Viðkvæmni húð og blandaðri húð.

Eiginleikar: Mildur, afeitrar, hreinsar, endurnýjar og nærir.

Notkunarleiðbeiningar: Berið þunnt lag á húðina og hafið á í 5-10 mínútur, eða þangað til að formúlan hefur þornað á andlitinu. Til að hreinsa er gott að nudda andlitið upp úr vatni með hringlaga hreyfingum til að virkja olíuna í maskanum. Notið 1-2 sinnum í viku.

BUBBLE SHEET MASK

Bubble Sheet maskinn frá Glamglow er ólíkur öllum hinum möskunum. Maskinn umbreytir 3d kolum í freyðandi froðu þegar hann kemst í snertingu við súrefni og froðan djúphreinsar á þér húðina og skilur hana eftir fullkomna. Maskinn hreinsar upp allan farða sem að stundum verður eftir á húðinni. Þú munt finna fyrir ákveðinni kítl tilfinningu í húðinni þegar að virknin byrjar að vinna.

Hentar best: Óhreinni húð en hentar allri húð.

Eiginleikar: Hreinsar, minnkar húðholur, gefur húðinni líf.

Notkunarleiðbeiningar: Setjið sheet maskann á húðina og bíðið í 3 mínútur meðan að maskinn breytist í froðu og byrjar að virka. Nuddið froðunni sem að hefur myndast á yfirborði maskans í gegn um maskann til þess að vinna hann inn í húðina og djúphreinsa hana. Takið maskann af og hreinsið með vatni. Notist einu sinni í viku sem djúphreinsir, eða eftir þörfum.

Hafið þið prufað? Hver er uppáhalds maskinn ykkar? Endilega deilið með okkur í athugasemdum.

Allir Glamglow maskarnir

Myndir Alexsandra Bernharð (http://www.shades-of-style.com/) fyrir Beautybox.is

Grein: Íris Björk Reynisdóttir

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *