MULTIMEDA EXTREME LED ljósið er fullkomið til að nota við upptöku á efni fyrir samfélagsmiðla, förðunarmyndarbönd ofl.

Ljósið er háþróað, með þremur sveigjanlegum örmum, tveir armar fyrir lýsingu og einn armur með festingu fyrir aukahluti (síma/myndavél/spegil/spjaldtölvu). Þessir aukahlutir gefa þér möguleika á að taka upp efni í þeim aðstæðum sem þú vinnur með hverju sinni. Ljósið er með heita og kalda lýsingu og hægt er að stjórna litartónum og birtustigi.

Fjarstýring fylgir með ljósinu svo að auðvelt er að taka upp myndir og myndbönd handfrjálst.

Heima fyrir eða á ferðinni með þitt MULTIMEDIA EXTREME LED ljós ertu með allt sem þú þarft til að skapa hið fullkomna efni. Ljósið kemur í handhægri tösku svo auðvelt er að fara með það milli staða og það er einfalt að taka það saman og setja það upp.

Hægt er að festa ljósið á borðstand.

Vörur