Gæði og fegurð frá Nailberry

Nailberry nagalalökkin hafa heldur betur slegið í gegn hjá okkur og það kemur okkur svo sannarlega ekki á óvart. Nailberry naglalökkin eru ekki bara ótrúlega falleg, og þá meinum við bæði litirnir og umbúðirnar heldur eru þau einfaldlega bara frábær að öllu leiti. Við vorum því himinlifandi yfir því að hafa þau í Beautyboxinu okkar, því alltaf þegar við erum heillaðar á vörum og vörumerki þá langar okkur að leyfa ykkur að prófa þau líka.

Það sem gerir Nailberry naglalökkin frábær er ekki bara útlitið. Þó svo við viðurkennum að við höfum algjörlega fallið fyrir útlitinu í fyrstu sýn. En þau eru líka í algjörum háklassa þegar kemur að innihaldsefnum. Nailberry naglalökkin eru eiturefnalaus, vegan, næra, anda og hleypa í gegn raka og súrefni. Þau eru án 12 skaðlegustu efnanna sem almennt er að finna í naglalökkum. Nailberry L’Oxyéne henta því ekki bara flestum heldur öllum. Þar með talið óléttum konum, börnum og líka þorra þeirra sem þjást af allskyns ofnæmum.

Í Boxinu leyndist annað hvort liturinn Love Me Tender eða Candy Floss

Nailberry lökkin eru svo fögur

 

Það eru kannski ekki allir sem skilja að neglurnar þurfa að anda. En þeir sem hafa lent í því að neglurnar verði gular eftir naglalakk, og þá sérstaklega táneglurnar þar sem naglalakkið endist oft 3x lengur þar, skilja kannski betur hvað við erum að tala um.

Þrátt fyrir að vera hrein þá gefa Nailberry naglalökkin ekkert eftir í endingu en hér á eftir koma nokkur ráð til þess að láta þau endast extra lengi. Við mælum með því að gera þetta fyrir framan uppáhalds þáttinn þinn, þegar þú hefur smá tíma fyrir þig sjálfa og getur notið þess að dunda þér.

Ráð til að láta naglalakkið endast sem lengst

  1. Byrjið á því að þvo hendurnar og nota spritt eða naglalakkahreinsi í bómull og strjúka af nöglinni. Þetta er gert til þess að hreinsa í burt alla fitu og óhreinindi.
  2. Komið ykkur vel fyrir, við mælum með því að setja uppáhalds þáttinn þinn á og njóta.
  3. Lagfærið lengdina á nöglunum og berið á þunna umferð af undirlakki eða næringu sem fyrstu umferð.
  4. Berið á þunna umferð af Nailberry Naglalakki. Ekki setja naglalakkið alveg upp að naglaböndunum, skiljið eftir örlítið pláss á báðum hliðum. Leyfið lakkinu að þorna í smá stund. Við skiljum það manna best að vilja ljúka þessu af sem fyrst – en til þess er uppáhalds þátturinn þinn í sjónvarpinu og þú að að slaka á.
  5. Berið á aðra umferð af naglalakkinu.
  6. Setjið yfirlakk yfir alla nöglina, og þá alveg upp að naglaböndunum. Ástæðan fyrir því að við skiljum eftir smá pláss á hliðunum með litnum er til þess að læsa naglalakkið alveg niður með yfirlakkinu. Við mælum með að prófa Shine & Breath.
  7. Klárið uppáhalds þáttinn, reynið að gera ekki neitt í smá stund (svo erfitt) en þurfum við ekki aðeins að læra að slaka smá á 😊.

Við vonum að þið hafið verið ánægðar með Nailberry lakkið ykkar – okkur langar að benda ykkur á fallegu gjafaöskjurnar sem við erum með til sölu fyrir jólin en þá kaupir þú 3 lökk og yfirlakk á verði 3 lakka.

Nailberry

Texti: Íris Björk Reynisdóttir
Myndband: Agnes Guðmundsdóttir

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *