Förðunar kennsla (video) – Rakakrem sem highlighter!?

Margrét Magnúsdóttir gerði þessa fallegu og litríku förðun á snappinu okkar í gær þar sem að hún notaði vörur frá Glamglow og Max Factor og bursta frá Real Techniques.

Okkur þótti förðunin svo flott og mjög áhugavert hvernig Margrét notaði Glowstarter frá Glamglow bæði sem rakakrem og highligher og vildum því deila því hér með ykkur líka. Við afsökum að hljóðið passar ekki við videoið á nokkrum stöðum og sérstaklega fyrstu 20 sekúndurnar (ekki gefast upp strax, það lagast). Snapchat er ekki alveg besti vinur okkar þessa dagana en við gefumst samt ekki upp því okkur finnst miðillinn svo skemmtilegur og persónulegur. Annars erum við líka á Instagram og Insta story – allt undir @beautybox.is

Hér er smá video af loka útkomunni:

Og hér er sýnikennslan ❤️

 

Hér eru fyrir neðan eru vörurnar sem að Margrét notaði:

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt.