Förðunar trend frá tískuvikunni í New York.

Tískuvikunni í New York lauk á miðvikudaginn þar sem að nokkrir af frægustu förðunarfræðingum heimsins hönnuðu útlit fyrir vor og sumarlínur 2018. Við tókum saman helstu trendin.

Grafískur augnblýantur

Grafískur augnbýantur virðist poppa upp á hverju ári í einhverju formi, en í ár eru þeir áberandi og nokkuð ófullkomnir.

Mynd: Rex Features

Marc Jacobs fyrirsæturnar voru með blautan dramatískan augnbýant hringin í kring um augun. Diane Kendal sem að bjó til útlitið með Marc Jacobs förðunarlínunni vildi að augnblýanturinn myndi henta augnumgerð hjá módelanna og því voru módelin ekki öll með eins augnblýant.

Mynd: Rex Features

Yadim hannaði útlitið fyrir Jason Wu með Maybelline. Módelin voru með ófullkomin rúnaðan augnblýant. Yadim lagði einnig áherslu á fullkomna húð bætti svo við frekknum á módelin.

Mynd: Simberashe Cha

Förðunar iconið Pat McGrath bjó til útlitið fyrir Tom Ford og voru fyrirsæturnar með þykkan og rúnaðan augnblýant með örlitlu glimmeri. Pat McGrath notaði Tom Ford snyrtivörurnar. Neglurnar voru einstaklega fallegar, rósagylltar með glimmeri og svörtum endum.

Tom Pecheaux hannaði útlitið fyrir Oscar de la Renta og voru fyrirsæturnar með mjóan svartan augnblýant og litaðan augnblýant undir.

Einfaldleiki og falleg húð

Mynd: Kyle Ericsen/WWD

Pat McGrath hannaði útlitið fyrir Victoria Beckham og var áherslan á fallegra húð og náttúrulega fegurð. Pat McGrath notaði Estée Lauder í útlitið.

Mynd: Indigital

Dick Page hannaði útlitið fyrir Michael Kors og voru módelin næstum alveg ómáluð, en aðeins hyljari var notaður ef á þurfti.

Glimmer og gleði

James Kaliardos hannaði útlitið fyrir Fenty x Puma og að sjálfsögðu voru vörur frá Fenty, merkinu hennar Rihanna, notaðar þar sem að highlighter og glimmer voru í aðalhlutverki.

Kabuki hannaði útlitið fyrir Jeremy Scott með vörum frá MAC. Útlitið var frekar náttúrulegt og ferskt fyrir utan 3 kristalla sem voru límdir undir augun. Naglafræðingurinn Miss Pop notaði neon naglalakk og glimmer á fingurnar.

 

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt.