Förðun fyrir húð með rósroða

Við fáum rosalega oft spurningar hvaða farðar henta húð með rósroða svo við  fórum vandlega yfir vörurnar okkar og báðum Ingunni okkar um að gera sýnikennslu og skrifa þetta flotta blogg 🙂 vonandi kunnið þið vel að meta. Þetta blogg er aðeins með förðunaráð en ekki lækningu á rósroða. Ef þú heldur að þú sért með rósroða þá mælum við að sjálfsögðu alltaf með því að tala við húðlækni því einkennin geta verið svo rosalega mismunandi.

***

Rósroði er kvilli í húð sem kemur yfirleitt ekki fram fyrr en um þrítugt. Fyrstu einkennin eru roði á höku, kinnum, nefi eða enni. Mikilvægt er að huga vel að húðinni og hugsa vel um húðina hvort sem það er sól eða kuldi. Forðastu heitt vatn og harða þvottaklúta eða bursta. Varast skal snyrtivörur sem þér svíður undan. 

Falleg fyrir

Falleg eftir

 Það eru allir með mismunandi húð og er því misjafnt hvað hver og einn þolir þegar kemur að innihaldsefnum í snyrtivörum. Fyrir þessa sýnikennslu reyndum við að finna vörur sem innihalda ekki lyktarefni, paraben, alkahól og olíur sem eiga til að erta rósroða húð.

Við notuðum beautyblender förðunarsvamp til að gera ásetningu farðagruns, farða og hyljara mjúka. Við viljum alls ekki erta húð með rósroða og eru meiri líkur á að það gerist ef við notum bursta, mæli ég því með að nota aðeins beautyblender í þessu tilfelli. Einnig er hægt að nota beautyblender í púður, en við ákváðum að nota einn bursta og þá aðeins að dúmpa honum varlega á húðina. 

Clinique Redness Solution Daily Protective Base SPF15

5.320 kr

Estée Lauder – Double Wear Stay-in-Place Makeup

8.300 kr

Þar sem við vildum reyna draga úr roðanum í andlitinu þá notuðum við Clinique Redness Solution Daily Protective Base. Grænn olíulaus farðagrunnur sem litaleiðréttir roða. Við settum farðagrunninn aðeins á þau svæði sem voru rauð en ekki yfir allt andlitið. Passið að nota lítið í einu og frekar byggja farðagrunninn upp þar sem grænn litur getur orðið yfirgnæfandi í snyrtivörum. Clinique er með frábæra húðlínu sem heitir Redness Solution, vörurnar eru hannaðar til að róa sýnilegan roða og ná stjórn á roðanum.

Clinique Redness Solution

 

Farðinn sem við notuðum í sýnikennslunni var Estée Lauder Double Wear sem er olíulaus og vatnsheldur farði sem stjórnar olíumyndun húðarinnar. Farðinn þekur einstaklega vel og er hægt að byggja hann upp, gott er að byrja með lítið í svampnum eða burstanum í einu og bæta svo frekar við ef þörf er á. Ef þú ert með rósroða eða mikinn roða í andlitinu þá er sniðugt að velja aðeins gultónaðri lit á farða, guli liturinn minnkar roðann enn meir.

Þeir farðar sem gætu virkað fyrir rósroða húð (olíu, lyktarefna, alkahól og paraben lausir) og fást hér á Beautybox.is eru til dæmis Smashbox Studio Skin, Bobbi Brown Foundation Stick, Bobbi Brown Skin Foundation, Becca Ultimate Coverage og Estée Lauder Double Wear Nude og allir Clinique farðarnir nema Even Better Glow (sem inniheldur olíu). 

Þú getur því fundið farða með meiri eða minni þekju, mattandi eða ljómandi eftir því hvað þú fílar og hvernig húðin þín er.

Farðar sem henta rósroða húð

Ef húðin þín er mjög þurr, er best að fara varlega þegar kemur að púðri. Við notuðum Becca Hydra Mist Set and Refresh púðrið þar sem það er 50% vatn og sér til þess að húðin þín sé rakamikil. Við notuðum púðrið í litlu magni og aðeins á þau svæði sem við viljum ekki glansa á.

Algengt er að vera hræddur að nota kinnalit ef þú glímir við mikinn roða í kinnum. Við erum nýbúin að hylja allan þennan roða, ættum við að þora að setja kinnalit?

Til að gefa andlitinu frísklegan blæ er einstaklega fallegt að setja örlítinn kinnalit. En þegar roðinn er til dæmis mestur á epplunum á kinnunum, þá viljum við frekar staðsetja kinnalitinn á svipað svæði og við myndum setja sólarpúður eða skyggingarlit. Aðeins undir kinnbeinin og rétt ofan á þau. Þá fáum við náttúrulegan frísklegan blæ í andlitið aftur.

Aðrar vörur sem notaðar voru í sýnikennslunni

Max Factor 2000 Calorie maskarinn er ofnæmisprófaður og hentar vel fyrir viðkvæm augu. Mikilvægt er að hafa í huga að passa sig á spreyjum til að setja farða, þar sem þau innihalda mörg alkahól sem getur verið ertandi fyrir til dæmis rósroða.

 

Við vonum að þessi sýnikennsla hafi hjálpað einhverjum sem glíma við rósroða.

Takk fyrir að horfa og lesa. 

Módel: Ríkey Konráðsdóttir

https://www.instagram.com/rikeykonrads/

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *