Fljótandi varalitir frá Rimmel

RIMMEL hefur nýlega komið til sölu á Beautybox.is. Meðan ég bjó út í London sá ég merkið mikið auglýst en það er mjög stórt þar, ég hafði þó ekki prófað það mikið sjálf. Um daginn gerði ég förðun inn á Beautybox.is snappinu og notaði aðeins vörur frá RIMMEL í tilefni af því að að væri komið til sölu. Ég verð að segja að þessar vörur komu mér stórkostlega á óvart. Ég var sérstaklega hrifin af RIMMEL Stay Matte Liquid Lip Colour eða eins og oft er talað um fljótandi varaliti (eða liquid lipsticks) en ég notaði varalitinn í litnum Fire starter. Liquid lipsticks eru þekktir fyrir að haldast vel á en formúlan þarf að vera sérstaklega góð svo að þeir virki. Eitt það helsta sem að fólk kvartar yfir er að meðan það er með liquid lipstick á finnur það fyrir þurrki í vörunum og einnig að varaliturinn fari ekki nógu jafnt á varirnar ef að formúlan er ekki nógu góð.

Mín reynsla af RIMMEL liquid varalitnum var að ég gleymdi að ég væri með eldrauðan varalit – svo góð var formúlan. Ég ákvað að vera með förðunina á mér þar sem ég var að hlaupa út að stússast og mörgum tímum seinna, þegar ég kom heim var varaliturinn enn eins og ég væri nýbúin að setja hann á. Ég fann ekki fyrir neinum þurrki í vörunum út frá varalitunum – mér leið eins og ég væri ekki með neitt á vörunum meðan ég var með RIMMEL liquid varalitinn.

RIMMEL segir að varaliturinn sé snerti- og smitfrír, smitist ekki við að kyssa og haldist vel á í allt að 12 klukkustundir. Ég prófaði að drekka með varalitinn og kyssa á kinn og hann hreyfðist ekki né smitaði frá sér. Það hljómar til dæmis fullkomlega að nota einn svona fyrir brúðardaginn! Það tekur varalitinn um mínútu að þorna þannig ég mæli með að láta hann alveg þorna og ekkert snerta hann fyrr en eftir það, líkt og þegar maður er að bíða eftir að naglalakk þorni.

Myndir af nokkrum af litunum með og án flass. Frá vinstri til hægri: Pink Bliss, Blush, Pink Blink, Rose & Shine, Fatal Kiss, Fire Starter, Be My Baby, Latte to Go, Plum This Show, Blue Iris, PItch Black, Urnab Affair, Damn Hot.

Ég ætla því að mæla með RIMMEL stay matte liquid lip colour ef ykkur langar að prófa að vera með fljótandi varalit og ef ykkur langar í fallegan varalit. Varalitirnir fást í hvorki meira né minna en 18 fallegum litum! Allt frá nude í mjög dökka liti. Formúlan er mjög litsterk og helst vel á. Áferðin er gullfalleg fyrir varirnar en hún er mött flauels áferð. Varalitirnir eru á 2.260 krónur.

Ég þurfti ekki að nota varablýant með varalitnum, mér fannst formúlan það góð, en að sjálfsögðu er alltaf gott að nota varablýant en einnig mæli ég sterklega með að nota Max Factor Universal varablýantinum sem er glær varablýantur sem maður setur utan um varirnar og hann kemur í veg fyrir að varaliturinn blæði út fyrir línur varanna. Og já, hann virkar.

Margrét Magnúsdóttir er hár- og förðunarfræðingur, sem flutti til Íslands fyrir ári síðan eftir að hafa starfað í London í 6 ár. Margrét hefur starfað við allskonar skemmtileg verkefni eins t.d. og Vogue Online, Will.I.Am tónlistarmyndband, Topshop, BBC, tímarit og bíómyndir. Margrét er einnig eftirsótt í brúðkaupsfarðarnir en hún ferðast reglulega erlendis til þess að farða fyrir brúðkaup. Margrét hefur mikinn áhuga á húðumhirðu, hári, förðun og fallegum hlutum.

Hægt er að fylgjast með Margéti hér ♥:

Heimasíða : www.margretmagnus.com
Instagram: www.instagram.com/margretmagnus
Snapchat: @margretmagnus

3 thoughts on “Fljótandi varalitir frá Rimmel

    • Beautybox.is says:

      Sæl Rakel, nei það eru engin Paraben í varalitunum 🙂 – hér fyrir neðan er listi yfir innihaldsefnin en við fengum snyrtifræðing til þess að staðfesta það við okkur að það væru engin paraben í innihaldslýsingunni.

      Isododecane, Polyethylene, Bis-Carboxydecyl Dimethicone, C9-12 Alkane, Polypropylene, Quaternium-90 Sepiolite, Phenyl Trimethicone, Trimethylsiloxysilicate, Hdi/Trimethylol Hexyllactone Crosspolymer, Quaternium-90 Montmorillonite,Coco-Caprylate/Caprate, Silica Dimethyl Silylate, Phenoxyethanol, Caprylyl Glycol, Parfum/Fragrance,Triethoxycaprylylsilane, Benzyl Benzoate, Undecylenic Acid, Silica, Benzyl Salicylate, Benzyl Cinnamate, Linalool, Cinnamyl Alcohol, [May Contain/Peut Contenir/+/-:Iron Oxides (Ci 77491, Ci 77492, Ci 77499), Titanium Dioxide (Ci 77891), D&C Red No. 7 Calcium Lake (Ci 15850), Fd&C Blue No. 1 Aluminum Lake (Ci 42090), Fd&C Yellow No. 5 Aluminum Lake (Ci 19140), Mica, D&C Red No. 6 Barium Lake (Ci 15850)].

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt.