Festival makeup hugmyndir og möst

Í tilefni þess að nú er sumarhátíða tímabilið að byrja tók Margrét saman það sem henni þykir vera algjört möst fyrir festivöl á snappinu okkar í dag. Endilega verið vinir okkar þar líka = @beautybox.is.

** Hér eru nokkur tips fyrir 17. júní, Secret Solstice, Ísland á HM (!) og allar útihátíðirnar sem eru væntanlegar**

1. GLIMMER! – nú ert tími til þess að prufa eitthvað nýtt. Glisten glimmerin er hægt að nota bæði á líkama, andlit og í hárið.

2. Vatnsheldur maskari og vatnsheldur eyeliner. Við búum á Íslandi og eigum alltaf von á rigningu.

3. Góður primer bæði á andlit og augun og setting sprey. Við viljum að förðunin endist því að það er erfitt að laga hana á útiklósettum.

4. Langvarandi varalitur. Svo maður þurfi ekkert að pæla í honum, og ekki er verra ef hann er kossheldur 🙂

*Moodboardið settum við saman úr myndum frá Pinterest´*

Vörurnar sem Margrét sýndi á Snap

Margrét Magnúsdóttir er hár- og förðunarfræðingur, sem flutti til Íslands fyrir ári síðan eftir að hafa starfað í London í 6 ár. Margrét hefur starfað við allskonar skemmtileg verkefni eins t.d. og Vogue Online, Will.I.Am tónlistarmyndband, Topshop, BBC, tímarit og bíómyndir. Margrét er einnig eftirsótt í brúðkaupsfarðarnir en hún ferðast reglulega erlendis til þess að farða fyrir brúðkaup. Margrét hefur mikinn áhuga á húðumhirðu, hári, förðun og fallegum hlutum.

Hægt er að fylgjast með Margéti hér ♥:

Heimasíða : www.margretmagnus.com
Instagram: www.instagram.com/margretmagnus
Snapchat: @margretmagnus

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt.