Feit húð

Í þessari viku ætlum við að fjalla um feita eða olíukennda húð. Ef þú ert í vafa hvernig húðtegund þú ert með, þá mælum við með að lesa bloggið:  „Hvernig í ósköpunum á ég að vita hvernig húðtegund ég er með?“ . Ágæt leið til þess að finna út hvort að þú sért með feita húð er að þrýsta pappír upp að húðinni á hökunni klukkutíma eftir að þú ert búin að hreinsa húðina. Ef að það kemur olía í pappírinn þá er húðin feit.

Við tökum aftur fram að höfundur er  áhugamaður um húðumhirðu en er hvorki snyrtifræðingur né húðlæknir, svo mælum auðvitað eindregið með því að hafa samband við fagaðila ef að þú vilt meiri upplýsingar eða ert í miklum vandræðum með húðina þína.

Einkenni feitrar húðar

  • Glansandi
  • Stórar og áberandi svitaholur.
  • Fílapenslar.
  • Farði helst illa á húðinni.
  • Hefur tilhneigingu til þess að fá bólur og / eða svokallaðar unglingabólur (acne).
  • Húðin virðist yngjast hægar en aðrar húðtegundir og þú lýtur yngir út en jafnaldrar þínir.

Af hverju er húðin feit og hvernig myndast bólur?

Í húðinni eru hársekkir og eru þeir eru tengdir fitukirtlunum sem að framleiða húðfitu (sebum). Húðfitan heldur húðinni heilbrigðri og nærir hana en erfðir, hormónar, stress og vitlausar húðvörur geta allar leitt til offramleiðslu á húðolíunni. 

Bólur myndast þegar að dauðar húðfrumur skila sér ekki úr hársekknum og stífla fitukirtilinn sem umlykur hársekkinn og fylla hann af fitu. Við þetta ferli geta bakteríur sem að eru vanalega eðlilegar í húðinni fjölgað sér umfram eðlilegt magn og bólga getur myndast. Ef bólan verður stór eða hún er kreist getur komið rof í hársekkinn og sýking borist í húðina. Fílapensill myndast þegar að húðfitan oxast á yfirborði húðarinnar.

Og hvað er þá hægt að gera til þess að minnka aukaverkanirnar sem að feit húð getur haft í för  með sér?

Best er að halda húðinni hreinni og frá bakteríum, ásamt því að drekka mikið vatn og borða hollan mat en ef að bólurnar þínar eru fjólubláar eða rosalega aumar þá mælum við eindregið með því að hafa samband strax við húðlæknir.

Hér eru nokkur ráð sem gott er að hafa í huga:

  • Þvoið húðina 2x á dag með góðum og mildum hreinsi og þurrkið af með þvottapoka (hreinum í hvert skipti). Ekki er mælt með því að nota freyðandi hreinsa sem að innihalda Sulfate (sem láta þá freyða) á feita húð.
  • Þvoið hárið daglega og passið að það sé ekki í mikilli snertingu við andlitið.
  • Skrúbbaðu húðina nokkrum sinnum í viku með skrúbbum í vökvaformi sem að innihalda ávaxtasýrur eins og t.d. Glycolic Acid eða Salicylic Acid, frekar en að nota kornaskrúbba.
  • Þó svo það sé freistandi að hætta að nota rakakrem þá er það eitt það versta sem þú getur gert fyrir feita húð. Þetta á sérstaklega við ef þú ert að nota aðrar vörur sem að þurrka upp húðina, því ef þú þurrkar upp húðina og tekur allan raka frá henni þá býr húðin bara til meiri húðfitu. Í stað þess að forðast rakakrem skoðaðu innihaldsefnin vel. Gott er að forðast mjög feit krem og krem sem innihalda mineral olíur (hægt er að lesa meira um þær hér http://vibrantskinhealth.com/70-hidden-names-mineral-oil/) en einnig geta shea butter og kókos olía stundum stíflað feita húð. En alls ekki forðast allar olíur því að sumar olíur geta komið miklu jafnvægi á húðina. Mörgum þykir þó gott að nota vatnskennt rakakrem yfir daginn þar sem það er léttara.
  • Það getur hjálpað að nota hreinsimaska 1x í viku t.d.
  • Haltu höndunum í burtu ! Þó það sé freistandi þá ekki kreista húðina þá helst ekki snerta hana! Með því að kreista bólurnar gætir þú ýtt sýklunum og bólgunni lengra ofan í húðina og dreift bakteríum út um allt. NEINEINEI.
  • Vörur sem að innihalda Retinol geta hjálpað, en ágætt er að tala fyrst við húðsjúkdómalækni áður en þær eru keyptar því Retinol er sterkt efni.
  • Ef þú færð vanalega á bólur bara á ákveðinn hluta á andlitinu, t.d. á kinnbeinin athugaðu innihaldsefnin í snyrtivörunum þínum. Púður geta t.d. líka innihaldið olíur.
  • Vörur sem að innihalda Benzoyl Peroxid og Tea Tree olíu geta hjálpað þar sem þær eru bakteríudrepandi.
  • Innbirgðu góðar olíur, t.d. gamla góða lýsið, borðaðu A C og E vítamín ríka fæðu og drekktu mikið vatn. Ef þú finnur að ákveðin fæðutegund gerir húðina verri, þá er auðvitað best að sleppa henni.

Að lokum eru svo hér nokkrar vörur sem að við mælum með fyrir feita húð. Einnig er hægt að skoða eftir húðtegund í valmyndinni hér fyrir ofan, ef þú ert að skoða í tölvu, en hér til hliðar ef þú ert að skoða í síma.

 

Endilega deildu blogginu eða gefðu okkur like ef þér líkaði vel við ♥

Íris Björk Reynisdóttir

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *