Af Hverju Evy?

FYRIRBYGGIR ÓTÍMABÆRA ÖLDRUN

Sólin er ábyrgð fyrir 90% af ótímabærri öldrun húðarinnar.

Einn af hverjum þrem norðulandabúum má varlega áætla hafa sýnilega sólskaðaða húð. Því er það viturleg og ódýr fjárfesting að nota daglega sólarvörn af bestu gæðum. Auk einstakrar grunnformúlu og sólarfiltra af hæstu gæðum þá veitir EVY yfir 90% UVA vörn, í öllum spf styrkleikum Frá spf10 til spf50. Því til viðbótar er viðbætt C og E vítamín, kollagen og silkiextrakt til að vinna gegn og lagfæra sólskaða í húðinni.  EVY bæði verndar og færir húðinni mikinn raka. Vegna þess hve EVY sólarvörur verndar húð þína vel fyrir sólbrunaskaða þá getur litamelanin húðarinnar myndað fallega sólbrúnan húðlit sem helst lengi.

UPPÁHALD FÖRÐUNARMEISTARA

Við kvikmyndatökur getur það verið stórvandamál ef húð leikaranna sólbrennur. Húð- og förðunarfræðingar velja EVY til að vera örugg því EVY er extra  langvirk, þolir sminkið og svitann.  Evy verndar í allt að 6 tíma, þar sem formulan er laus við klístur og áferðin  er mött gengur vel að farða yfir. Íslenskir förðunarfræðingar í fremstu röð, nota EVY við kvikmyndatökur upp á jöklum, og langar útisenur.  Við tökur á kvikmyndum og erlendum  safariferðaþáttum hafa þátttakendur og leikarar verið verndaðir gegn sólinni með EVY.

Fríða María Harðardóttir, Heba Þórisdóttir nota EVY

Vörur

6 ástæður fyrir því að húðlæknar mæla með EVY sólarvörn

LANGVIRK SÓLARVÖRN

Grunnformúlan er einkaleyfisvernduð og læknisfræðilega skráð. Formúlan leggst í hornlag húðarinnar í staðin fyrir að leggjast á yfirborðið. Langvirk allt að 6 tíma sólarvörn. Færir húðinni raka og verndar við erfiðust aðstæður, nuddast ekki af, þolir sjó, klórvatn, iþróttir og leik.

 

HÆSTA MÖGULEGA UVA- VÖRN

SPF talan segir aðeins til varnarstyrkleika gegn UVB-geislunum sem brenna húðina. Allar sólarvarnir EVY hafa 90% UVA – vörn sem er mikilvægt fyrir þá sem hafa viðkvæma húð og vilja forðast ótímabæra húðöldrun og húðmein. 5 stjörnur fyrir UVA vörn sem er hæsta mögulega UVA vörn. Sjá logo

OFURVIÐKVÆM HÚÐ

Húðlæknar mæla með að nota EVY fyrir viðkvæma húð og fyrir allar húðgerðir. Húð sem hefur farið í lasermeðferð, vantar litarfrumur, á ör, húðflúr eða fengið húðmein. hentug fyrir sólarexem og sólarofnæmi. Teppir ekki húðina sem óhindrað, andar og svitnar. Mjög vatnsheld vörn.

SÉRLEGA MILD FORMÚLA

Blanda af mildum sólarfiltrum sem ertir ekki augun. Lyktarlausa formúlan hentar líka á varir og kringum augu. Ofnæmisprófað og má nota á börn frá 6 mánaða aldri. Engin paraben, engin ilm- eða litarefni, ekkert alkahól engar nanóeindir. Innihaldsefnum hefur ekki verið breytt með nanótækni

VITILIGOSAMTÖKIN – ÖRUGGUSTA SÓLARVÖRNIN

Fyrir þá sem eru með vitiligo er góð sólarvörn lífsmikilvæg.
Vitiligo er húðsjúkdómur þar sem viss húðsvæði skortir verndandi litafrumur því eru hvítar húðskellur einkennandi fyrir þau svæði. Vitiligosamtökin sænsku hafa í mörg ár mælt með EVY til sinna meðlima. 

BAKTERÍUFRÍAR UMBÚÐIR – FERSKT

Froðan er drjúg létt og mjúk og auðvelt að bera á rétt magn. Þegar froðan hefur þornað þá er engin filma eða klístur. Þar sem þrýstibrúsa umbúðirnar opnast ekki við notkun kemst súrefni ekki að innihaldinu. Sólarvörnin helst fersk og bakteríufrí þar til innihaldið er búið.

Á blogginu