Dramatísk augnförðun

Í vikunni ákvað ég að sýna örlítið dramatískt lúkk á Kristínu Svabo. Ég byrjaði á því að blása hárið upp úr L’oréal Stylista #Blowdry efninu. Til að fá ennþá meiri lyftingu við andlitið og í hnakkann setti ég smá af L’oréal Stylista #Shorthair gelið í rakt hárið og kláraði blásturinn.

Augnkremið Estée Lauder Advanced Night Repair varð fyrir valinu því það birtir upp dökka bauga ásamt því að veita augnsvæðinu góðan raka. Fullkomið augnkrem til að undirbúa þurrt augnsvæði fyrir förðun.

Eftir að ég leyfði kremunum að fara vel inn í húðina notaði ég farðagrunn frá Becca, First Light Priming Filter. Þessi farðagrunnur er mjög léttur, birtir upp húðina og jafna út misfellur. Farðinn sem ég valdi var Smashbox Studio Skin, ég blandaði saman litunum 1,05 og 3,3 til þess að blanda réttan lit fyrir Kristínu. Ég dýrka þennan farða, hann er olíulaus, rakagefandi og einstaklega þæginlegur á húðinni. Til að skyggja andlitið notaði ég Rimmel Insta Duo Contour Stick í litnum Medium. Ég notaði aðeins dökka litinn á stiftinu og dreyfði úr honum með Real Techniques Setting Brush, sama bursta og ég notaði í farðann.

Til að setja farðann notaði ég Rimmel Insta Fix & Matte, létt glært púður og sólarpúður frá Bobbi Brown í litnum Golden Light. Til að fá ljóma notaði ég svo GlamGlow Glow púður pallettuna, ég notaði ljósasta litinn sem veitir fallegan skæran ljóma.

Ég hafði augun frekar dramatísk þessa vikuna og ég notaði augnskugga úr Revolution Ultra 32 Shade Eyeshadow Palette Flawless. Ég byrjaði á því að blanda saman litunum Blue Stars og Black Tie til að dýpka augun, ég notaði þá í glóbus línu og dró þá frekar hátt upp á augnbein til að stækka augun. Gott ráð til að stækka augu er að fara með augnskuggann alveg upp á augnbeinið. Yfir allt augnlokið notaði ég svo litinn Buff til að birta yfir. Við enda efri augnháralínu notaði ég Rimmel Scandaleyes augnblýantinn í litnum Sparkling Black og ég notaði hann einnig undir augun og dreifði vel úr honum.

Ég notaði svartan blautan eyeliner í efri vatnslínuna og innri og ytri augnkrókinn til að gera augun skarpari. Á miðja neðri vatnslínuna notaði ég svo silfurlitaðan augnblýant frá Max Factor til að halda augunum opnum en þó vel skörpum. Í innri augnkrókinn notaði ég svo sama ljómapúður og ég notaði á andlitið, þetta lætur augun poppa.

Fyrir ennþá meira drama raðaði ég stökum augnhárum frá Eylure, ég raðaði fimm stykkjum af lengstu týpunni og byrjaði frá enda augnloksins. Síðan raðaði ég tveim stykkjum af miðju lengdinni. Til að blanda saman hennar augnhárum og gerviaugnhárunum notaði ég Max Factor False Lash Effect Rise&Shine maskarann. Þessi maskari er með þykkan og góðan bursta til að blanda þeim vel saman.

Í augabrúnirnar notaði ég örlítið af Estée Lauder The Brow Multitasker augnblýantinum í litnum Brunette, ég notaði hann aðeins rétt fremst í augabrúnirnar. Á varirnar notaði ég svo Becca Ultimate Lipstick Love í litnum Sugar og að lokum til að setja förðunina spreyjaði ég Max Factor Lasting Performance yfir allt.

Módel: Kristín Lív Svabo Jónsdóttir

Vörur

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *