Dekurdagar

Við settum smá skoðanakönnun inn á Instagram og komumst að því að það voru ansi margir til í smá dekur eftir Verslunarmannahelgina, svo við ákváðum að skella bara til í smá dekurdaga 🙂

Dásamleg líkamskrem, maskar, baðsölt og dekur er það sem við þráum þessa dagana. Valin vörumerki eru því á 15% afslætti og sumum þeirra fylgja kaupaukar. 

Baby Foot

Dásamlegt dekur fyrir lúna fætur

Browgame

Af því að augabrúnirnar þínar (og búkonuhárin) eiga skilið plokkara sem virkar! – og svo eru speglarnir líka dásamlegir.

Bondi Sands

Hvort sem það er sturtusápa, baðsalt eða brúnka – þá elskum við það allt.

Dr. Salts

Baðsölt og sturtugel fyrir sem næra þreytta líkama, hvort sem það er eftir brekkudans eða fjallgönguna.

Ef verslað er baðsalt frá Dr. Salts þá fylgir með sturtugel.

Elizabeth Arden

Líkamskrem sem næra og frískandi ilmir – ásamt öllu hinu dásamlega.

Ef verslaðar eru 2 eða fleiri vörur frá Elizabeth Arden þá fylgir með kaupaukabudda.

Frank Body

Kaffiskrúbbar, ljúffeng líkamskrem og allt sem líkaminn þráir.

Glamglow

Magnaðir maskar og alvöru virkni fyrir andlit sem þurfa á smá hressingu að halda eftir skemmtilega útilegu.

Hydrea

Þurrburstar, nuddburstar, hanskar og allt fyrir alvöru dekurstund.

Ef verslaður er þurrbursti frá Hydrea þá fylgir með Bamboo Carbonised Exfoliating Shower Glove. 

Magicstripes

Dásamlegir maskar sem faðma og fríska upp á veðurbarið andlit.

Ef verslaðar eru 1 eða fleiri vara frá Magicstripes þá fylgir með Wake Me Up Collagen Eye Mask

Marc Inbane

Dásamlegar húðvörur sem leggja áherslu á sjálfbrúnku – og eru líka svo fallegar inn á baði.

Refectocil

Það er auðvitað toppurinn á tilverunni að vera með litaðar augabrúnir og augnhár og þurfa ekkert að pæla í neinu næstu dagana.

St. Tropez

Það er bara eitthvað við það að setja á sig smá brúnku sem að hressir verulega upp á sjálfstraustið.

Ef verslaðar eru 1 eða fleiri vara frá St. Tropez þá fylgir með 35ml af St. Tropez Express Gelinu. Ath gildir ekki þegar keyptur er aðeins hanskinn.