Dagförðun breytt í kvöldförðun í nokkrum einföldum skrefum.

Í þessari sýnikennslu sýni ég auðvelda hversdagsförðun og hvernig er fljótlega hægt að breyta henni í fallega kvöldförðun á Björgu Garðarsdóttur.

Fyrir hversdagsförðunina byrjaði á því að undirbúa húðina með Glamglow Glowstarter, þetta dagkrem veitir húðinni raka ásamt náttúrulegum ljóma. Liturinn sem ég notaði heitir nude glow og hentar hann flestum. Max Factor Miracle Touch farðinn veitir miðlungs þekju sem er hægt að byggja upp. Farðinn gefur púðuráferð en inniheldur rakasýrur sem hjálpa húðinni að viðhalda raka í gegnum daginn og farðinn er einnig olíulaus svo hann stíflar ekki húðina. Ég valdi litinn Sand 060 fyrir Björg.

Fyrir létta þekju og góðan raka valdi ég Becca Aqua Luminous Perfecting hyljarann og svo setti ég hann með Rimmel Insta Fix & Matte Translucent púðrinu. Með því að setja hyljarann með púðri kem ég í veg fyrir að hann fer á hreyfingu og myndi línur yfir daginn. Ég vildi hafa mjög náttúrulegan ljóma og setti því örlítið af Becca Shimmering Skin Perfector Liquid í litnum Champagne Pop, aðeins á þau svæði sem ég vildi draga fram. Bobbi Brown sólarpúður í litnum Golden Light notaði ég svo til að skerpa andlitið og gefa því hlýju.

Til þess að setja farðann notað ég Smashbox Crystalized Photo Finish Primer Water Love Ritual, sem er með himneskan ilm. Þetta sprey má nota til þess að undirbúa húðina fyrir farða, setja farða og til þess að fríska uppá húðina yfir daginn

Til þess að breyta förðuninni í kvöldförðun notaði ég Max Factor Eyeshadow Cream Stick í litnum Pink Sand og Burgundy, ég valdi að nota “blautan” augnskugga því það er auðveldara að bera hann á auglokin og hann hrynur ekki á maskarann sem er nú til staðar.  Einnig er auðvelt að hafa svona augnskuggapenna í veskunu. Ég notaði dekkri litinn yfir allt augnlokið og undir augun. Ljósari litinn notaði ég svo til að gefa ljóma í innri augnkrók. Til þess að blanda augnförðunina enn betur notaði ég Bobbi Brown sólarpúðrið, sama og ég notaði á andlitið, í globus línu og undir augun. Bobbi Brown augnblýantur í litnum Mahogany notaði ég svo til að skerpa augnháralínuna og setti ég blýantinn bæði í vatnslínuna uppi og niðri. Þetta gefur okkur djúpa fallega augnförðun.

Ég bætti við svörtum maskara áður en ég setti augnhár. Augnhárin sem urðu fyrir valinu voru Eylure Fluttery N 177.

Þessi augnhár eru í stærri kantinum en mjög falleg og auðveld í notkun þar sem þau eru með þunnt og glært band. Gott trix til þess að augnhárin falli betur að augnförðuninni er að lita bandið svart áður en þau eru sett á. Ég notaði svartan augnblýant til þess í þessari kennslu, en einnig er hægt að nota maskarann sinn.

Til að fá örlítið meiri lit í andlitið bætti ég við kinnalit, Bobbi Brown Pot Rouge í litnum Watermelon, einstaklega fallegur krem kinnalitur sem er auðvelt að setja yfir púður. Best er að nota kinnalitinn með fingrunum og þrýsta honum lauslega á. Að lokum skipti ég um lit á vörunum, ég ákvað að setja Becca Glow Gloss í litnum Rose Quartz. Þessi gloss innheldur  örlítinn bleikan tón en er nánast glær og passaði því fullkomlega við dökka augnförðun.

Húð

Augu, augabrúnir og varir

Aukahlutir

Hægt er að fylgjast með Ingunni hér:https://www.instagram.com/ingunnsig_makeup_hair/

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt.