Brúðarförðun – hvað er mikilvægt að hafa í huga?

Ingunn Sig gerði þessa fallegu brúðarförðun og í þessu bloggi fer hún betur yfir hvað hún gerði og af hverju 🙂 Mælum með að lesa.

Förðun og umsjón Ingunn Sig
Módel: Dísa Pétursdóttir

Húðin er það mikilvægasta þegar kemur að brúðarförðun og er því mikilvægt að undirbúa hana einkar vel fyrir þennan stóra dag. Glamglow Instamud maskinn er fullkominn til að undirbúa húðina fyrir förðun, hann minnkar ásýnd svitahola, vekur upp húðina og jafnar yfirborð hennar. Ég hvet ykkur til þess að prófa maskann minnst mánuði fyrir brúðkaupsdaginn til þess að sjá hvernig húðin tekur við honum, því við erum jú öll með mismunandi húð og þolum efni misvel. Ég notaði Mádara Comforting andlitsvatnið til þess að bæði róa húðina og loka henni eftir maskann.

Skyn Iceland gel púðarnir eru fullkomnir fyrir þennan dag, í þessu myndbandi notaði ég aðeins vara gel púðann en ég mæli með þeim öllum. Vara púðinn lætur varirnar virka þrýstnari og skilur þær eftir silkimjúkar.

 

Augnkrem og andlitskrem eru ómissandi skref, Origins Ginzing augnkremið minnkar ásýnd bauga og birtir upp augnsvæðið. Ég notaði Smashbox Crystalized Primerizer fyrir tvöfalda virkni, eða í raun þrefalda, hann virkar sem rakakrem, primer og ljómakrem. Til að gefa húðinni fallegan ljóma sem skín í gegnum farðann mæli ég einstaklega með þessum farðagrunn.

Það er mikilvægt að velja farða sem hentar sinni húð, Becca Skin Love farðinn hentar flest öllum. Hann er léttur en vel hægt að byggja upp. Ég kýs að nota kremvörur til að skyggja andlitið þar sem það veitir húðinni náttúrulegan skugga. Í þessari kennslu varð Rimmel Insta Duo Contour stick fyrir valinu í litnum light, hann hentaði ljósu húðinni hennar Dísu einstaklega vel.

Ég spreyja Nip+Fab Illuminating Mist nokkrum sinnum yfir á meðan ég er að farða Dísu til þess að auka endingartíma förðunarinnar.

Til að fá enn meiri ljóma í húðina notaði ég Becca Shimmering Skin Perfector Liquid í litnum Moonstone á hæstu punkta andlitsins.  Moonstone er mjög ljós litur, nánast glær, mér finnst hann því henta einstaklega vel ljósri húð. Á bringuna nota ég þó dekkri lit í Becca Shimmering Skin Perfector Liquid, þar notaði ég Champagne Pop sem er með örlitlum gylltum blæ. Fallegt er að nota ljómakrem með lit í á bringuna til að hún tóni betur við andlitið. Ekki gleyma að huga að öllum svæðum sem sjást á brúðkaupsdeginum, þau geta verið bringa, axlir, hendur, bak og leggir.

Ég ákvað að gera létta augnförðun og er aðeins að ýta undir fegurð hennar Dísu en ekki að breyta útliti hennar. Með því að nota bæði sama ljómapúður og sólarpúður á augun og andlit þá fæ ég gott flæði yfir heildar lúkkið. Ég nota fastan augnblýant, Bobbi Brown Long Wear Eye Pencil í litnum Mahogany, til þess að búa til skugga og örlítinn spíss hjá augnháralínunni. Að nota fastan blýant og brúnleita gefur mjúka skyggingu og ekki of skarpa.

Augnhárin sem ég valdi eru Eylure Fluttery N 171, þau eru látlaus og náttúruleg en veita augunum auka þykkingu og smá lengd. Mikilvægt er að klippa augnhárin til ef þörf er á. Ef þú ert óvön að nota augnhár mæli ég með að nota stök augnhár, Duos & Trios eða Individuals Combo frá Eylure. Einnig er sniðugt að nota vatnsheldan maskara þar sem þessi dagur getur verið tilfinningaríkur. 

Að lokum vil ég minna á að nýta prufuförðunina sem best. Segja förðunarfræðingnum ykkar vel frá ykkar húð og fá leiðbeiningar hvernig er best að undirbúa húðina fyrir stóra daginn.

Við mælum einnig með því að lesa bloggin hennar Margrétar okkar um brúðarfarðanir 🙂

Förðun og hár: 15 hlutir sem þú verður að vita áður en þú giftir þig!

Brúðkaupsdagurinn er einn stærsti dagur lífsins og sá dagur sem flestar konur vilja líta sem [...]

Hugmyndir að brúðarförðun

Brúðarförðunin er ein mikilvægasta förðun ævinnar – ef ekki sú allra mikilvægasta. Á brúðardeginum eru [...]

Vörur

Aukahlutir

Hægt er að fylgjast með Ingunni hér:https://www.instagram.com/ingunnsig_makeup_hair/

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *