Botanicals – Æðislegar hárvörur án allra aukaefna!

Við kynnum nýjan bloggara hjá okkur á Beautybox.is !

Margrét Magnúsdóttir er hár- og förðunarfræðingur, og er nýflutt til Íslands eftir að hafa starfað í London í 6 ár. Margrét hefur starfað við allskonar skemmtileg verkefni eins t.d. og Vogue Online, Will.I.Am tónlistarmyndband, Topshop, BBC, tímarit og bíómyndir. Margrét er einnig eftirsótt í brúðkaupsfarðarnir en hún ferðast reglulega erlendis til þess að farða fyrir brúðkaup. Margrét hefur mikinn áhuga á húðumhirðu, hári, förðun og fallegum hlutum.

Ég hef leitað lengi að sílikon- og parabenfríum hárvörum sem kosta ekki hálfan handlegg. Ég ákvað að prófa hárvörurnar frá Botanicals Fresh Care en það er nýtt hárvöru merki frá L‘Oreal. Um er að ræða fjórar mismunandi tegundir hárvara fyrir mismunandi hárgerðir. Allar vörurnar eru án sílikons, parabena og litarefna.

Ástæða þess að ég vildi prófa Botanicals hárvörurnar er að í þeim er notaður grunnur soyja plantna og kókosolíu í stað sílikons. Sílikon er mjög algengt efni í hárvörum en það er ekki náttúrulegt efni og getur haft slæm áhrif á hárið til lengdar. Sílikon lætur hárið líta út fyrir að glansa og vera mjúkt, en það getur hlaðist upp í hárinu og gert það þurrt með tímanum þar sem raki kemst ekki að.

Botanicals hárvörurnar eru innblásnar af náttúrunni og eru allar umbúðirnar þeirra úr 100% endurvinnanlegu efni. Innihald varanna hefur verið rannsakað í þaula til að virkni þeirra njóti sín sem best fyrir heilbrigt og fallegt hár.

Helstu innihaldsefni eru kóríander, safflúr blóm, camelina blóm og andoxunarefni. Samsetningin er niðurstaða nokkurra ára vinnu rannsóknarteyma L‘Oreal sem vildu aðeins nota gæða hráefni. Botanicals hárvörunar teljast sérstaklega góðar fyrir fólk með viðkvæma húð eða hársvörð þar sem vörurnar eru án allra aukaefna.

Ég prófaði fjólubláu línuna þar sem ég er með krullað og litað hár sem verður oft mjög úfið og þurrt og þarf góðan raka. Það fyrsta sem ég tók eftir var ilmurinn en hann er einn sá besti sem ég hef fundið af hárvörum.

Ég byrjaði á því að nota maskann í hárið og var með hann í góðar 20 mínútur. Það þarf ekki að vera með hann svo lengi, en það dugir einnig vel að vera með hann í 3-5 mín. Í sturtunni notaði ég svo sjampóið og næringuna. Ég fann strax hvað hárið varð ótrúlega mjúkt. Ég blæs eiginlega alltaf á mér hárið og fer svo yfir það með sléttujárni til að gera liði. Að lokum setti ég svo kremið (la crème de détente) í hárið.

Ég er ekki mikið fyrir að nota tonn af hárvörum á hverjum degi og vil hafa þetta einfalt. Ég var mjög ánægð með hvernig hárið kom út og fannst auðvelt að nota vörurnar. Mér fannst hárið á mér mjög glansandi og mjúkt og langt frá því að vera úfið. Ég ætla klárlega að halda áfram að nota þessar vörur og ætla að nota maskann í hárið tvisvar sinnum í viku til að viðhalda heilbrigðu hári.

Botanicals er með fjórar mismunandi línur eftir hártegundum. Fyrir fyrir litað hár, þurrt hár, viðkvæmt hár og úfið hár.

 Línan fyrir úfið hár heitir Camelina Smooth Ritual og inniheldur olíu camelina blómsins. Olían sem unnin úr fræjum þess er sérstaklega rík af ómega 6 fitusýrum og gera hárið einstaklega mjúkt og glansandi. Línan fyrir úfið hár inniheldur sjampó, næringu, hármaska og nærandi krem

Línan fyrir litað hár heitir Geranium Radiance Remedy og í henni er nýttur máttur andoxunarefna til að vernda hárið og lífga upp á litinn, en þá helst geranium sem er sérstaklega litríkt blóm. Olía frá blóminu er notuð í formúlu til að endurbyggja lit hársins og gefa fallegan glansa. Línan innheldur sjampó, næringu, hármaska og glansvökva.

Línan fyrir þurrt hár heitir Safflower Rich Enfusion og inniheldur safflúr blómaolíu fyrir fallegan ljóma og raka. Safflúr er appelsínugult blóm og er olía þess er sérstaklega rík af lipíð en innblástur kom frá forn Egyptum sem notuðu þessa olíu sem næringarsmyrsli. Olían gefur djúpnæringu og raka og hefur ótrúlega góðan austurlenskan ilm. Í línunni er sjampó, næring, hármaski og mýkjandi krem.

Línan fyrir viðkvæmt hár heitir Coriander Strenght Source og í henni er nýttur máttur kóríanderfræja sem styrkja hárið og eru rík af ómega 6. En kóríander hefur verið notað í snyrtivörur í margar aldir. Í línunni fyrir viðkvæmt hár er sjampó, næring, hármaski og kröftugt styrkingarefni fyrir hárið.

Hægt er að skoða allt frá Botanicals HÉR

Hægt er að fylgjast með Margéti hér ♥:

Heimasíða : www.margretmagnus.com

Instagram: www.instagram.com/margretmagnus

Snapchat: @margretmagnus

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt.