Blautt púður? hvers konar galdrar eru það eiginlega?

Við ætlum að halda áfram að fara yfir vörurnar sem voru í Sumarpartý Beautyboxinu og næst ætlum við að kynna betur fyrir ykkur Becca Hydra Mist Set & Refresh púðrið sem var í boxinu.

Púður er vara sem að vanalega er ekkert sérlega spennandi eða nýjungagjörn en Becca Hydra Mist púðrið er svo sannarlega ólíkt öllum öðrum púðrum á markaðinum því það er framleitt úr 50% vatni og glycerini, en glycerin heldur rakanum í húðinni líkt og hylarunic acid sem margir þekkja til.

Becca Hydra Mist Set & Refresh er einstaklega fínt ferskju litað púður sem verður glært á húðinni og er formúlan á algjörlega einstök því að á sama tíma og púðrið mattar húðina og setur farða, þá gefur það húðinni líka raka. Að því leiti sker púðrið sig frá öllum öðrum púðrum á markaðinum og hentar öllum húðtegundum, feitum jafnt sem þurrum.

Hydra Mist hjálpar farðanum að haldast lengur á húðinni með því að setja farðann, án þess þó að taka allt líf og ljóma úr húðinni og gera hana of matta. Þar sem að formúlan inniheldur 50% vatn þá hentar púðrið einnig þeim sem eru með þurra húð því það sest ekki í fínar línur. Af okkar reynslu hentar púðrið hentar því einnig einstaklega vel þeim sem eru með þroskaða húð og jafnvel konum sem að finnst þær aldrei geta notað púður.

Það sem gerir púðrið enn einstakara er að það gefur kalda áferð og frískandi áferð og þar sem að púðrið inniheldur 50% vatn er mjög mikilvægt að loka umbúðunum vel til að halda rakanum og kuldanum í vörunni, eins og stendur á umbúðunum. Hér sjáið þið hér mynd af bæði lúxusprufunni og vörunni í fullri stærð

En það sem okkur þykir einnig frábært við Hydra Mist púðrið er hversu gott það er að nota til þess að laga og halda förðuninni yfir daginn og hentar lúxusprufan sem var í boxinu alveg einstaklega vel í snyrtibudduna. Nú á dögunum fór ég í brúðkaup í Danmörku í 30 stiga hita og sól og notaði ég Hydra Mist púðrið til þess að laga bæði brúður og brúðguma fyrir myndatöku og í miðri veislu. Brúðurin hafði einmitt orð á því að hún hlyti nú að vera svolítið sveitt á enninu þar sem henni fannst púðrið vera kalt. En Hydra Mist dróg í sig allan svita og olíu í húðinni, og gerði hana matta en frísklega, og áður en ég vissi af var ég farin að púðra annan hvorn brúðkaupsgest í veislunni.

Okkur finnst best að nota púðrið með litlum bursta til þess að stjórna vel hvar og hversu mikið við setjum af púðrinu. Aðferðina lærðum við af Ingunni okkar og hægt er að sjá hana hvernig hún notar púðrið í myndböndunum hér fyrir ofan og fyrir neðan. En það skemmtilega við það er að sýnikennslan hér fyrir ofan er fyrir ljómandi húð og hér fyrir neðan fyrir olíukennda húð. Púðrið hentar því algjörlega öllum.

Ertu búin að prófa? Hvernig fannst þér? Endilega deildu með okkur.

Becca Hydra Mist Set & Refresh Powder

Íris Björk Reynisdóttir

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt.