Beautystjörnu innihaldsefni og vörur

C vítamín og níasínamíð.

7 skins aðferðin sem er vinsæl á TikTok.

Vörur sem er hægt að fylla á og sólarvarnirnar sem má aldrei gleyma.

C vítamín

Súper beautystjarna og andoxunarbomba fyrir húðina sem örvar kollagen myndun húðarinnar, birtir hana upp og vinnur á litabreytingum. Þegar vörur með C vítamíni eru notaðar undir sólarvörn þá hjálpar þær sólarvörninni að verja húðina enn betur. C vítamín hentar þeim sem vilja sporna gegn ótímanbærri öldrun húðarinnar og birta húðina upp.

Níasínamíð

Níasínamíð leynist í hinum ýmsu vörum, allt frá húðvörum, förðunarvörum og hárvörum. Níasínamíð er algjör súperstjarna sem dregur úr fituframleiðslu í húð, gerir ásýnd svitahola minni, dregur úr ótímanbærum öldrun húðarinnar ásamt því að efla seramíð framleiðslu húðarinnar. Virkar einstaklega vel fyrir þau sem eru gjörn að fá bólur en einnig rósroða húð og atópíska ofur þurra húð.

Tiktok trend - 7 skins

7 Skins Method eða 7 laga leiðin eins og við ætlum að kalla hana er kóreskt húðumhirðu trend sem felur í sér að setja 3-7 umferðir af rakavatni, essence, rakaspreyi eða toner (sem þurrkar ekki) á hreina húðina áður en rakakrem er sett á.

Við mælum með að kíkja á bloggið okkar til þess að lesa allt um aðferðina: SMELLTU HÉR TIL AÐ SKOÐA BLOGGIÐ

Vörur sem er hægt að fylla á

Japönsku snyrtivörumerkin okkar eru til fyrirmyndar og bjóða upp á að kaupa umbúðirnar einu sinni og kaupa svo áfyllingu á vörurnar. Umhverfisvænni og ódýrari kostur.

Sólarvarnir

Ef þú ætlar að bera á þig dýrustu anti-ageing kremin en ekki verja húðina daglega þá geturðu alveg eins bara sleppt þessu öllu 🙂

Lestu allt um af hverju þú ættir að nota sólarvörn daglega með því að SMELLA HÉR

Beautystjörnur Starfsmanna

Lítum aðeins í snyrtibuddur starfsmanna Beautybox.is sem eru þeirrar gæfu njótandi að fá að prófa allskonar vörur til þess að geta leiðbeint ykkur sem best við snyrtivörukaupin. Við erum á mismunadi aldri og með mismunandi þarfir (og allskonar vesen sem leiddi okkur hingað) og því er gaman að sjá hvaða vörur eru beautystjörnur starfsmanna þessa dagana.

Sirrý

50 ára

Skvísa á besta aldri sem elskar snyritvörur. Lærði förðun fyrir 30 árum en skellti sér aftur í förðunarnám í sumar. Elskar að kenna konum á sínum aldri á snyrtivörur.

Sóley

27 ára pæja með blandaða/olíuríka húð sem elskar ljóma enda ljómar hún að innan sem utan.

Íris

33 ára
Húðperri með vesenis húð, á húðlyfi (tretinoin) og sýklalyfjum frá húðlækni og getur því aðeins notað mildar, rakagefandi vörur þessa dagana. Er alveg óð í græjur og tæki.

Vala

60+ 🙂
Skvísa á besta aldri með nýgreint ofnæmi fyrir nikkel og málmum (vesen!). Vil að hafa snyrtivörurnar einfaldar og þægilegar, en að sjálfsögð áhrifaríkar.

María

27 ára
Burlesque dama sem elskar allt sem ljómar. Með blandaða húð, hefur áður farið á húðlyf en húðin er í góðu jafnvægi í dag, þó svo hún fái örsjaldan bólur.

Andrea

32 ára
Grafíski snillingurinn okkar er með viðkvæma blandaða húð. Elskar snyrtivörur en er algjör ofnæmispési og þolir ekki margar snyrtivörur með lykt, lit eða aukaefnum.

Dagmar

42 ára

Ofurhlaupari og dugnaðarforkur með venjulega húð sem elskar dekur og drjúg krem.

Reynir

60+
Tölvusnillingurinn okkar sem veit ekkert hvernig hann endaði í beautybransanum, en án hans værum við ekki hér. Hér er aðeins ein vara sem kemur til greina en hún er smurð á frá tám og alveg upp á höfuð.