ANGAN er íslenskt, sjálfbært og handgert húðvörumerki.

Markmiði ANGAN er að vinna með náttúrunni og skapa einfaldar og áhrifaríkar húðvörur sem gefa húðinni raka, mýkt og dásamlegan angan.

Vörurnar frá ANGAN eru byggðar á íslensku sjávarsalti sem fellur út í sjálfbærri saltframleiðslu hjá Saltverk og er einstaklega steinefnaríkt.

Angan

Ferðastærðir

Meira um Angan

ANGAN leitast við að miðla arfleið okkar Íslendinga, baðmenninguna. Í gegnum aldir hafa Íslendingar baðað sig í jarðhitalaugum og nýtt íslenskar jurtir til lækninga og næringu fyrir húðina. Jarðhitinn hefur verið okkar lifibrauð og gerði það að verkum að hægt var að búa á Íslandi við þær bágstöddu aðstæður sem forfeður okkar gerðu.

ANGAN notar nátturuleg hráefni sem finnast í íslenskri náttúru. ANGAN notar steinefnaríkt íslenskt sjávarsalt sem er eymað með jarðhita á Vestfjörðum. Saltið er mjúkt og ríkt af náttúrulegum steinefnum sem hentar vel í húðvörur. ANGAN vinnur með handtýnt bóluþang sem þurrkað er með jarðhita, ásamt íslenskum fjallagrösum frá norðurhluta landsins.