10 hlutir sem Margrét Magnúsdóttir mælir með fyrir jólahátíðina

Yfir aðventu, jól og áramót eru ótal boð og partý sem þarf að finna sig til fyrir. Auðvitað viljum við líta vel út án þess að þurfa að eyða of miklum tíma í að finna okkur til, enda er oftast er mikið um að vera yfir jólahátíðina. Í því tilefni hef ég valið tíu æðislegar vörur sem ég mæli með.

Rakabomba: Skyn Iceland – Artic Hydrating Balm

Yfir vetrartímann þegar frost er úti er extra mikilvægt hjálpa húðinni að viðhalda góðum raka og verja hana gegn veðri og vindum. Þetta rakakrem frá Skyn Iceland verndar og endurnýjar þurra og viðkvæma húð og er algjör rakabomba. Innihaldsefni eru meðal annars próteinríkt jökulvatn, nærandi rauður þari og blæjuber sem gefa húðinni raka, ljóma og minnka ertingu. Ekki gleyma að hugsa um húðina yfir hátíðirnar og notaðu rakakremið kvölds og morgna á hverjum degi.

Hreinsa og dekra: Glamglow Powermud dual cleanse

Um jólin viljum við líka hafa það kósý og þá er tilvalið að skella á sig maska og slaka á. Flestir mála sig aðeins meira yfir jólin en einnig borðum við mun óhollari mat þegar konfekt, jólaöl, áfengi, eftirréttir, rjómalagaðar sósur og veislumatur er í boði. Mikilvægt er að hreinsa húðina vel þar sem það sem við setjum ofan í okkur hefur mikið áhrif á húðina og getur framkallað bólur, fílapensla og bólgur. Þessi maski djúphreinsar húðina, afeitrar, endurnýjar og nærir. Einnig losar hann húðina við uppsöfnuð óhreinindi og farða án þess að þurrka hana upp.

Glimmer! Glisten Cosmetics

Jólin eru tilvalinn tími til að skella á sig glimmeri og áramótin að sjálfsögðu líka. Þessi æðislega fallegu glimmer eru í Aloe Vera geli sem er auðvelt að nota og haldast á allt kvöldið. Engin þörf er fyrir festi eða lím eða eitthvað álíka. Einfaldega þarf að bera þau á og leyfa þeim að þorna vel! Glimmerin eru til í mörgum litum en mínir uppáhalds litir fyrir hátíðirnar eru Golden Eagle, Burning Desire og Galaxy.

Augnhár: Eylure

Falleg og náttúruleg gerviaugnhár geta gefið förðuninni þetta extra fallega útlit og augnhárin hjálpa til við að opna augun. Ekki vera hrædd við að prófa að setja á þig gerviaugnhár ef þú ert óvön, það er ekkert mál, það tekur bara smá þolinmæði og tíma að læra að setja þau á. Ég mæli með að nota augnhár yfir hátíðirnar þegar maður vill vera extra fínn. Með Eylure augnhárunum fylgir gott augnháralím og augnhárin haldast á allt kvöldið. Ég hef valið mín uppáhalds þrjú augnhár (bæði hálf og heil) og einnig stök augnhár sem gefa meiri fyllingu og lengingu.

Fallegt naglalakk: OPI

Fallegt nagalakk yfir jólin er möst. OPI er með ótrúlega falleg naglalökk en gæði þeirra eru einnig mikil þannig þau haldast lengi á. Ég hef valið mína uppáhalds liti fyrir jólahátíðina: Rauðan (Sending Holiday Hugs), dökkan (Midnight Moscow) og með svart með glimmer ögnum (Top Package Beau).

Makeup Set Sprey: Glamglow – glowsetter

Til að farðinn haldist mun lengur á er mikilvægt að nota setting sprey yfir farðann. Þetta sprey frá Glamglow læsir förðuninni og gefur þér ljóma þannig áferð húðarinnar verður ótrúlega falleg. Einnig er hægt að nota það til þess að lífga upp á förðunina eftir að hafa verið með hana í einhvern tíma þar sem spreyið gefur húðinni raka og fallega áferð.

Fallegur varalitur: Maxfactor

Varalitir eru alltaf inn um jólin og Maxfactor gefur út tvo æðislega liti sem eru í uppáhaldi hjá mér og eru einstaklega jólalegir og fylgja trendum haustsins. Annars vegar er það mattur dökkrauður varalitur sem heitir „Love“ og hins vegar glossaður dökk fjólublár litur sem heitir „Regale Burgundy.“

Glans í hárið: L‘Oreal Botanicals Geranium Shine vinegar

Þetta sprey gefur glans og lífgar upp á hárið á svipstundu. Öll innihaldsefnin eru náttúruleg og fara vel með hárið. Að spreyja þessu yfir krullurnar, taglið eða hnútinn í hárinu fyrir jólapartýið gefur þér einstaklega glansandi og fallega áferð á hárið.

Góður bronzer – Max Factor cream bronzer

Yfir veturinn er möst að eiga góðan bronzer til þess að lífga upp á húðina. Þetta sólarpúður gefur hlýjan tón í andlitið og náttúrulegan sólarljóma þannig hann er fullkominn yfir jólahátíðina.

Gott brúnkukrem: St Tropez – Self tan express advanced bronzing mousse

Þetta er klárlega besta brúnkufroðan sem gefur einstaklega fallegan og náttúrulega brúnan lit. Liturinn er alls ekki gervilegur eða appelsínugulur og það er mjög auðvelt að nota froðuna en hægt er að skella froðunni á sig 1 til 3 klst fyrir sturtuna og hún heldur svo áfram að dökkna í allt að 8 tíma. Sjálfbrúnka á veturnar gefur manni frísklegt útlit og lætur alla líta vel út.

Margrét Magnúsdóttir er hár- og förðunarfræðingur, og er nýflutt til Íslands eftir að hafa starfað í London í 6 ár. Margrét hefur starfað við allskonar skemmtileg verkefni eins t.d. og Vogue Online, Will.I.Am tónlistarmyndband, Topshop, BBC, tímarit og bíómyndir. Margrét er einnig eftirsótt í brúðkaupsfarðarnir en hún ferðast reglulega erlendis til þess að farða fyrir brúðkaup. Margrét hefur mikinn áhuga á húðumhirðu, hári, förðun og fallegum hlutum.

Hægt er að fylgjast með Margéti hér ♥:

Heimasíða : www.margretmagnus.com
Instagram: www.instagram.com/margretmagnus
Snapchat: @margretmagnus

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt.